Leggja til að starfsmenn N1 fái sömu hækkun og forstjórinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 12:44 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári.Greint var frá því í gær að laun forstjórans, Eggerts Þórs Kristóferssonar, hefðu hækkað um rúma milljón á mánuði á síðasta ári frá árinu á undan. Var hann með 5,8 milljónir króna í laun á mánuði á síðasta ári og nam launahækkun hans rúmlega 20 prósentum. Í tilkynningu frá VR segir að þar sem félagið sé hluthafi í N1 þá geti stjórn þess ekki setið aðgerðalaus hjá þegar laun forstjórans hækka um 20,6 prósent á milli ára. „Ef fyrirtækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðlilegt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti. Það er sanngjarnt og eðlilegt. Því hefur stjórn VR ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu á komandi aðalfundi N1 nk. mánudag: „Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017. Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“ Stærstu eigendur N1 eru lífeyrissjóðir launafólks og það hlýtur því að vera eðlileg krafa að einmitt hið duglega launafólk sem starfar hjá N1 skuli einnig njóta ávaxtanna, sérstaklega þegar svo vel gengur í starfsemi fyrirtækisins að það telur sæmandi að greiða forstjóranum sambærileg laun og launahæsta bankastjóra landsins,“ segir í tilkynningu VR. Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir sjóðinn ekki hafa náð að líta á launahækkun forstjóra N1. Gildi er einn stærsti hluthafi olíufélagsins. 16. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stjórn VR hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi N1 um að öllum starfsmönnum fyrirtækisins skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á liðnu ári.Greint var frá því í gær að laun forstjórans, Eggerts Þórs Kristóferssonar, hefðu hækkað um rúma milljón á mánuði á síðasta ári frá árinu á undan. Var hann með 5,8 milljónir króna í laun á mánuði á síðasta ári og nam launahækkun hans rúmlega 20 prósentum. Í tilkynningu frá VR segir að þar sem félagið sé hluthafi í N1 þá geti stjórn þess ekki setið aðgerðalaus hjá þegar laun forstjórans hækka um 20,6 prósent á milli ára. „Ef fyrirtækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðlilegt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti. Það er sanngjarnt og eðlilegt. Því hefur stjórn VR ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu á komandi aðalfundi N1 nk. mánudag: „Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017. Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“ Stærstu eigendur N1 eru lífeyrissjóðir launafólks og það hlýtur því að vera eðlileg krafa að einmitt hið duglega launafólk sem starfar hjá N1 skuli einnig njóta ávaxtanna, sérstaklega þegar svo vel gengur í starfsemi fyrirtækisins að það telur sæmandi að greiða forstjóranum sambærileg laun og launahæsta bankastjóra landsins,“ segir í tilkynningu VR.
Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir sjóðinn ekki hafa náð að líta á launahækkun forstjóra N1. Gildi er einn stærsti hluthafi olíufélagsins. 16. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir sjóðinn ekki hafa náð að líta á launahækkun forstjóra N1. Gildi er einn stærsti hluthafi olíufélagsins. 16. mars 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57