Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. mars 2018 21:45 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar í Árnessýslu. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. Oddviti Bláskógabyggðar segir að ráðamenn ættu fremur að einbeita sér að því að byggja upp innviði samfélagsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Miðhálendið nær yfir 40% af flatarmáli landsins en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu efst á blaði í kafla um umhverfismál. Ekki er víst að auðvelt verði að ná þessu í gegn því veruleg tortryggni er meðal sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni. „Já, það er það. Og ég held að það sé í rauninni hérna á öllu Suðurlandi, og sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að hálendinu,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Ég held að menn ættu að einbeita sér að öðrum verkum áður en menn fara í þessa vinnu; bara að byggja upp innviði hérna í samfélaginu og þjóðfélaginu,” segir oddvitinn.Hér má sjá sveitarfélögin sem í dag hafa stjórnsýsluvald yfir miðhálendinu.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Alls hefur tuttugu og eitt sveitarfélag stjórnsýsluvald á miðhálendinu en Helgi segist ekki hafa heyrt í neinum sem sé fylgjandi þessu. -En heldurðu að þessi tortryggni sé víðar um land? „Já, hún er það, alveg klárlega. Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarfólki í Rangárvallasýslu og fyrir norðan líka. Menn eru allavega á tánum.” Áhyggjur lúta að því að stofnun miðhálendisþjóðgarðs þýði meiriháttar valdatilfærslu úr héruðum á landsbyggðinni til stofnana og ráðuneyta í Reykjavík. „Taka kannski eitthvert vald, skipulagsvald eða stjórnsýslurétt á þessu svæði,” segir Helgi. -Flytja valdið suður með þessu? Óttast menn það? „Já, það er svolítið nefnt hérna, í þessu samfélagi hér allavega. Sagan segir það líka einhvern veginn, þetta svona tosast allt inn að miðju einhvern veginn allt saman,” svarar oddvitinn. Þá óttast menn að missa ákvörðunarvald yfir nýtingu hálendisins. „Þennan óbeina eignarétt sem menn hafa haft um þetta svæði, bæði varðandi beit og veiðirétt og hitt og þetta. Menn óttast svolítið að missa það.” Oddvitinn spyr um tilganginn. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni. Ég held að þetta hafi bara gengið ágætlega. Við erum búin að sjá um þetta í aldir og bara gengið vel. Og hálendið lítur vel út. Er ekki bara ágætt að það sé hérna hjá okkur áfram,” segir oddviti Bláskógabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Reykjavík Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45