Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:45 Anton V. Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Elín Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar.
Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00