Brimrótið og baslið Hildur Björnsdóttir skrifar 15. mars 2018 13:00 Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Sjá meira
Klukkan er tæplega fimm síðdegis. Stelpurnar organdi í aftursætinu. Eðlilega. Þreyttar eftir langan leikskóladag og þurfa nú að fást við umferðarteppu – í brösulegt bland við andlega veðurteppta foreldra – sem auðvitað eru of seinir að sækja bróðurinn. Það á eftir að kaupa kvöldmat. Baða börnin. Þvo þvottinn. Hjálpa við heimanám. Hugleiða, hlaupa og hnoða súrdeig. Kúldrast svo með samviskubit yfir öllu því ókláraða. Ungt fjölskyldufólk er undir álagi. Kröfur samfélagsins sligandi. Fólk oft nýkomið á vinnumarkað. Yfirleitt undirmenn og sjaldan í hátekjuhópi. Fjárhagsáhyggjur algengar. Það reynir að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði sem reynist mörgum ómögulegt. Fólk eignast sín fyrstu börn og aldrei eru nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum. Streitan mikil og minnstu frávik setja allt úr skorðum. Við foreldrar fáumst við vanda. Við treystum á tiltekna þjónustu. Við treystum á gæslu fyrir börnin okkar. Öðruvísi verðum við ekki þátttakendur á vinnumarkaði. Öðruvísi fjármögnum við ekki heimilisreksturinn. Þjónustan hefur brugðist í borginni. Börn verið send heim vegna manneklu með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk. Ástandið hefur aukið enn á streitu foreldra. Enn alvarlegri er vandi þeirra sem enga gæslu fá. Skortur er á dagforeldrum í borginni og leikskólavist nær ómöguleg hugmynd fyrir tveggja ára aldur. Fjölmargir foreldrar ílengjast frá vinnu eftir fæðingarorlof. Það er fjárhagslega íþyngjandi og ástandið bitnar oftar á kvenfólki. Þar hefur kynbundinn launamunur eflaust áhrif. Þennan vanda þarf að leysa. Það er aðkallandi jafnréttismál. Við verðum að brúa bilið. Að fæðingarorlofi slepptu verða börn að eiga daggæslu vísa – og foreldrar að eiga val um daggæslukosti. Við verðum að efla bæði leikskólastigið og dagforeldrastigið. Leysa mannekluvanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Þetta eru forgangsmál – og við munum kynna lausnir. Það er mikilvægt að ungt fólk eigi málsvara í stjórnmálum. Málsvara sem þekkja þeirra daglega amstur – þekkja brimrótið og baslið. Fjölskyldulífið er auðvitað dýrð og dásemd. Það allra besta. En því fylgir álag. Aukum ekki enn á streitu foreldra. Ráðumst í aðgerðir. Leitum lausna. Gerum breytingar.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun