Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2018 08:00 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, fékk greiddar rúmlega 12 milljónir króna meira í laun og hlunnindi í fyrra en árið áður Vísir/VALLI Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira