Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2018 06:00 Stjórn Arion hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00
Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00