KA vann stórsigur á Breiðabliki í Boganum á Akureyri í leik liðanna í Lengjubikar karla í dag.
Daníel Hafsteinsson byrjaði leikinn með látum þegar hann skoraði fyrsta markið strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu Elfars Árna Aðalssteinssonar.
Elfar Árni var svo aftur á ferðinni á 9. mínútu en skoraði sjálfur í þetta skiptið eftir stoðsendingu Steinþórs Freys Þorsteinssonar.
Á 25. mínútu leiksins meiddist Milan Joksimovic, nýr bakvörður KA, mjög illa og þurfti að fara af velli. Hjörvar Sigurgeirsson kom inn á í hans stað.
Áður en flautað var til leikhlés var Aleksandar Trninic búinn að skora þriðja mark KA eftir að Damir Muminovic var rekinn af velli með rautt spjald á 36. mínútu og róðurinn því mjög þungur fyrir 10 leikmenn Blika.
Elfar Árni Aðalsteinsson innsyglaði svo sigurinn úr vítaspyrnu á 62. mínútu.
KA er með fullt hús stiga á toppi riðils 2 fyrir loka umferðina. Ef þeir sigra eða ná í stig gegn Þrótti R um næstu helgi fara Norðanmenn í úrslitin. Breiðablik getur hins vegar enn náð fyrsta sætinu ef Blikar vinna KR og Þróttarar sigra KA.
KA burstaði Breiðablik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn



„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti