Valgerður Guðsteinsdóttir tapaði sínum fyrsta bardaga á sínum atvinnumannaferli í Osló í gærkvöldi þegar hún mætti hinni norsku Katharinu Thanderz.
Bardaginn var mjög jafn og skemmtilegur sóttu þær á hvor aðra á víxl og því var erfitt að sjá hvor var með yfirhöndina. Eftir 8 lotur var það hlutverk dómaranna að ákveða hvor væri sigurvegarinn og að mati dómaranna var það Katharina. Þetta var fyrsta tap Valgerður í fjórum bardögum á hennar ferli.
„Ég þarf að gefa mér smá tíma til að meðtaka þetta allt. Þetta var svo stór stund og þetta kom upp með svo stuttum fyrirvara. Ég var með alla mína einbeitingu á því að vera eins tilbúin eins og hægt væri og það er ekki fyrr en núna að ég er að átta mig á því að ég var að berjast á stórum viðburði um stóran titil. Auðvitað er svekkjandi að hafa ekki unnið, en ég veit að ég gerði mitt besta og það voru alveg augnablik þarna inni í hringnum þar sem upplifði skýrt að ég hafði yfirhöndina,“ sagði Valgerður.
Katharina fór einnig fögrum orðum um Valgerði.
„Ég ber mikla virðingi fyrir Valgerði. Hún tók að sér þennan bardaga með svo stuttum fyrirvara en stóð sig mjög vel, hún er alvöru bardagakona.“
Valgerður tapaði sínum fyrsta atvinnumannabardaga
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn
