Systurnar Serena Williams og Venus William munu mætast í þriðju umferð á Indian Wells mótinu á mánudaginn en þetta verður í 29. skipti sem þær mætast.
Serena, sem var frá keppni í 14 mánuði, sigraði Kiki Bertens frá Hollandi í annari umferð á meðan Venus sigraði Sorna Cirstea frá Rúmeníu.
„Ég verð að viðurkenna að ég væri til í að spila við hvern sem er í staðin, hreint út sagt hvern sem er. En það er ekki hægt að breyta þessu og því verður þetta að vera svona,“ sagði Serena.
Serena hefur verið með yfirhöndina í viðreignum systranna en hún hefur unnið 17 af síðustu 28.

