Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 20:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns. Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns.
Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Halli Reynis látinn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sjá meira
Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00
Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13
Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51