„Selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 13:14 Ágúst Ólafur Ágústsson. Vísir/Stefán Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“ Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá þingmenn Vinstri grænna sem kusu gegn vantrauststillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hann segir afstöðu þeirra þingmanna VG sem greiddu atkvæði með tillögunni meira í ætt við stefnu flokksins en þeirra sem greiddu atkvæði gegn. „Við sjáum skoðanakönnun þar sem 92 prósent af kjósendum Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Afstaða Rósu Bjarkar og Andrésar er í fullkomnu samræmi við vilja kjósenda Vinsti grænna,“ sagði Ágúst sem var gestur í Víglínunni ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni VG, sem kaus með tillögunni. Þar ræddu þau vantrauststillögunna sem felld var með 33 atkvæðum gegn 29 í vikunni. Andrés og Rósa Björk hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki greitt atkvæði gegn tillögunni, líkt og aðrir stjórnarþingmenn gerðu. Sagði þingflokksformaður VG að afstaða þeirra væri visst áfall. Ágúst gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og sagði afstöðuna endurspegla stefnu VG, það væri þingflokkurinn sem væri að ganga gegn stefnu flokksins til þess að ganga úr skugga um að ríkisstjórnin héldi. „Þess vegna er þetta enn eitt dæmi um að menn selja sig ódýrt niður á þingi fyrir þrjá ráðherrastóla,“ sagði Ágúst sem nefndi einnig að athyglisvert væri að hlusta á forsvarsmenn VG tala fyrir nýrri fjármálastefnu sem væri að hans mati afar keimlík fjármálaætlun Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sátu í síðustu ríkisstjórn. „Nú gera þær lítisháttar breytingar og þá er það allt í einu orðið góð stefna. Þess vegna hef ég verið svolítið gagnrýninn á vini mína í Vinstri grænum, til hvers var barist eiginlega? Til hvers voruð þið að fara í þessa ríkisstjórn, sérstaklega ef maður fer aftur í tímann þar sem það var annar valkostur á borðinu. Þess vegna er maður ósáttur við þetta val Vinstri grænna að fara í þetta samkrull með Sjálfstæðisflokknum.“
Víglínan Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 23. febrúar 2018 13:30