Fagna því að framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 var fellt úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 14:32 Lyklafellslína átti að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Ernir Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands fagna úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu. Stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökunum segir að nú sé lag að skoða aðra og áhættuminni möguleika við flutning raflína fjær byggð í Hafnarfirði. Náttúruverndarfélögin hafa um hríð barist gegn byggingu háspennulína yfir grannsvæði vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar Lyklafellslínu úr gildi fyrr í vikunni. Eydís Franzdóttir, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Við fögnum því að þessi úrskurður fór svona og það gefst núna svigrúm til þess að skoða aðra möguleika á því að færa til eða rífa niður Hamrafellslínur eða leggja þær í jörð, alla vega á þeim hluta þar sem þær hamla byggð, þá sérstaklega í Hafnarfirði. Við höfum haft áhyggjur af þessari framkvæmd, Lyklafellslínu þar sem að hún er áætluð yfir grannsvæði vatnsverndar alls höfuðborgarsvæðisins,” segir Eydís.Tillögur NSVE og Hraunavinaumtilfærslur Hamraneslína: 1. Lagning í jörð með línuvegi, 2. lagning íjörð með vegaslóðum ofan byggðar, 3. flutningur háspennulínu. Allt eru þetta lausnir utan vatnsverndarsvæði.AðsentHefði verið skrítið að fá aðra niðurstöðu Hún segir samtökin ekki leggjast gegn skipulagi á íbúðasvæðum á Völlum og Skarðshlíð í Hafnarfirði eins og ýjað hafi verið að. Þar þurfi bæjar- og skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði þó að líta í eigin barm en þau hafi skipulagt hverfin á sínum tíma með fullri vitneskju um stöðuna, að því er segir í tilkynningu frá Hraunavinum og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. „Það er fyrirliggjandi Hæstaréttardómur um það að umhverfismatið sé ófullnægjandi og álit skipulagsstofnunar um umhverfismatið þannig að ég verð að segja það að það hefði verið mjög skrítið ef þessi úrskurður hefði verið á annan veg,” segir Eydís.Grunnvatnsstraumar skv. líkani Verkfræðistofunnar Vatnaskila. Örfarnar sýna rennsli grunnvatns, rauðupunktarnir brunnholur, svarta brotalínan sýnir legu Lyklafellslínu 1 og rauðalínan legu Hamraneslína að mestu norðan grunnvatnsstraumanna.AðsentNáttúruverndarfélögin tvö segja ekki ásættanlegt að kjörnir fulltrúar íbúa höfuðborgarsvæðisins taki þá áhættu að leyfa framkvæmdina sem gæti spillt gæðum neysluvatns. „Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki endilega búin að afstýra þessu. En það er lag núna að skoða aðra möguleika sem að eru miklu áhættuminni.” Umhverfismál Tengdar fréttir Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Landsnet skoðar hvort að viðbótarskýrsla um lagningu jarðstrengskosta geti komið Lyklafellslínu 1 aftur á dagskrá. 28. mars 2018 14:30 Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00 Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 „Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Fyrirhuguð framkvæmd við flutning háspennuraflína hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. 18. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands fagna úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu. Stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökunum segir að nú sé lag að skoða aðra og áhættuminni möguleika við flutning raflína fjær byggð í Hafnarfirði. Náttúruverndarfélögin hafa um hríð barist gegn byggingu háspennulína yfir grannsvæði vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar Lyklafellslínu úr gildi fyrr í vikunni. Eydís Franzdóttir, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, segir úrskurðinn ekki koma á óvart. „Við fögnum því að þessi úrskurður fór svona og það gefst núna svigrúm til þess að skoða aðra möguleika á því að færa til eða rífa niður Hamrafellslínur eða leggja þær í jörð, alla vega á þeim hluta þar sem þær hamla byggð, þá sérstaklega í Hafnarfirði. Við höfum haft áhyggjur af þessari framkvæmd, Lyklafellslínu þar sem að hún er áætluð yfir grannsvæði vatnsverndar alls höfuðborgarsvæðisins,” segir Eydís.Tillögur NSVE og Hraunavinaumtilfærslur Hamraneslína: 1. Lagning í jörð með línuvegi, 2. lagning íjörð með vegaslóðum ofan byggðar, 3. flutningur háspennulínu. Allt eru þetta lausnir utan vatnsverndarsvæði.AðsentHefði verið skrítið að fá aðra niðurstöðu Hún segir samtökin ekki leggjast gegn skipulagi á íbúðasvæðum á Völlum og Skarðshlíð í Hafnarfirði eins og ýjað hafi verið að. Þar þurfi bæjar- og skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði þó að líta í eigin barm en þau hafi skipulagt hverfin á sínum tíma með fullri vitneskju um stöðuna, að því er segir í tilkynningu frá Hraunavinum og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. „Það er fyrirliggjandi Hæstaréttardómur um það að umhverfismatið sé ófullnægjandi og álit skipulagsstofnunar um umhverfismatið þannig að ég verð að segja það að það hefði verið mjög skrítið ef þessi úrskurður hefði verið á annan veg,” segir Eydís.Grunnvatnsstraumar skv. líkani Verkfræðistofunnar Vatnaskila. Örfarnar sýna rennsli grunnvatns, rauðupunktarnir brunnholur, svarta brotalínan sýnir legu Lyklafellslínu 1 og rauðalínan legu Hamraneslína að mestu norðan grunnvatnsstraumanna.AðsentNáttúruverndarfélögin tvö segja ekki ásættanlegt að kjörnir fulltrúar íbúa höfuðborgarsvæðisins taki þá áhættu að leyfa framkvæmdina sem gæti spillt gæðum neysluvatns. „Við gerum okkur grein fyrir að við erum ekki endilega búin að afstýra þessu. En það er lag núna að skoða aðra möguleika sem að eru miklu áhættuminni.”
Umhverfismál Tengdar fréttir Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Landsnet skoðar hvort að viðbótarskýrsla um lagningu jarðstrengskosta geti komið Lyklafellslínu 1 aftur á dagskrá. 28. mars 2018 14:30 Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00 Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 „Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Fyrirhuguð framkvæmd við flutning háspennuraflína hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. 18. febrúar 2018 19:45 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Landsnet skoðar hvort að viðbótarskýrsla um lagningu jarðstrengskosta geti komið Lyklafellslínu 1 aftur á dagskrá. 28. mars 2018 14:30
Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitarfélög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. 13. janúar 2018 07:00
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09
„Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Fyrirhuguð framkvæmd við flutning háspennuraflína hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. 18. febrúar 2018 19:45