Sáttmáli kynslóðanna Hildur Björnsdóttir skrifar 29. mars 2018 13:00 Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þær bjuggu í sveit eða fámennum plássum við sjávarsíðuna – íslenskar stórfjölskyldur – þrjár kynslóðir sem saman háðu lífsbaráttuna. Umönnun þeirra minnstu eða bjargarlausu fór fram innan heimilis. Hver reiddi sig á annan og annar reiddi sig á hinn. En lífsmynstur breyttust. Konur vinna nú utan heimilis, börn sækja dagvistun og stofnanir annast aldraða. Samskipti kynslóða breyttust. Lífaldur fer hækkandi og heilsufar batnandi. Eldra fólk er nú betur á sig komið en áður. Hluti aldraðra þarfnast þjónustu og stuðnings – en þeim heilsuhraustu fjölgar. Það er mikilvægt að styðja við samfélagsþátttöku eldra fólks. Eftir því sem fólk er virkara, upplifir það meiri lífsfyllingu og vellíðan – sem aftur stuðlar að langlífi. Um þriðjungur fagmenntaðra leikskólakennara hverfur á eftirlaun innan tíu ára. Með breyttu lífeyriskerfi mætti halda faglærðum lengur við kennslu. Afnám lífeyrisskerðinga er mikilvægt baráttumál. Margir telja málið óþarft – lífeyrisþegar séu áhugalausir um störfin. Félag eldri borgara er á öðru máli. Í nýlegri ályktun lýstu félagsmenn sig reiðubúna til að starfa á leikskólum borgarinnar. Margir hefðu fulla starfsgetu og ærinn vilja til að leggja sitt af mörkum. Læknirinn William H. Thomas þróaði þekkta hugmyndafræði um samspil kynslóða. Hugmyndir hans sögðu samskipti við börn færa öldruðum aukin lífsgæði. Hefur hugmyndafræðin verið innleidd víða erlendis. Þar hafa risið leikskólar samhliða dvalarheimilum. Hefur fyrirkomulagið stuðlað að auknum samskiptum barna og aldraðra. Aukið samspil kynslóða leiðir af sér ánægju allra hlutaðeigandi. Það sýnir fjöldi rannsókna. Börn veita öldruðum lífsgleði og létta lund þeirra sem stríða við einsemd. Þeir eldri veita börnum víðsýni og aukna þekkingu. Sameining kynslóða er öllum til sóma. Ungur nemur, gamall temur. Við viljum stuðla að auknum samskiptum barna og eldra fólks. Við viljum virkja félagsauð aldraðra í skólastarfi. Við viljum leiða saman kynslóðir í lestri og söng – viðhalda sagnahefð og íslenskri tungu. Við viljum auka lífsgleði og lífsgæði. Við trúum á samvinnu í lífsbaráttunni – samspil og sáttmála kynslóðanna.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar