Framlengja lokun við Fjaðrárgljúfur um níu vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 11:00 Svæðið við Fjaðrárgljúfur hefur fundið fyrir ágangi ferðamanna síðustu misseri. Mynd/Umhverfisstofnun Lokun á svæði við Fjaðrárgljúfur hefur verið framlengd um níu vikur vegna slæms ástands á jarðvegi. Þá hefur fagaðili verið ráðinn til að meta hvaða aðgerða er þörf við úrbætur á svæðinu auk þess sem fjármagni hefur verið úthlutað til bráðaaðgerða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhversstofnunar. Umhverfisstofnun auglýsti lokun á svæðinu við Fjaðrárgljúfur 16. mars síðastliðinn í tvær vikur, m.a. vegna mikils ágangs ferðamanna. Ljóst er að ekki er raunhæft að opna svæðið strax vegna aurbleytu og slæms ástands göngustígs.Fjármagni úthlutað til bráðaaðgerða Þá hefur stofnunin ráðið landslagsarkitekt til að meta til hvaða aðgerða nauðsynlegt er að grípa til að geta opnað svæðið aftur. Þegar tillögur fagaðila liggja fyrir um nauðsynlegar úrbætur mun Umhverfisstofnun í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Skaftárhrepp fara í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt sé að opna svæðið fyrir gestum. Fjármagni hefur auk þess verið úthlutað úr landsáætlun til bráðaaðgerða á göngustígum en fagaðila verður einnig falið að gera tillögur að varanlegum lausnum á göngustígum og stýringu á gangandi umferð um svæðið. „Lögð verður áhersla á að innviðir falli vel að landslaginu og notast við besta fáanlega efni sem hentar svæðinu með tilliti til verndunar svæðisins, veðráttu og fjölda gesta,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Opnað eigi síðar en 1. júní Umhverfisstofnun hefur því ákveðið að framlengja lokunina við Fjaðrárgljúfur um 9 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið Skaftárhrepp, landeigendur, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og bráðaaðgerðum er lokið eða eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Vonast stofnunin til þess að lokanirnar verði virtar. „Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lokun á svæði við Fjaðrárgljúfur hefur verið framlengd um níu vikur vegna slæms ástands á jarðvegi. Þá hefur fagaðili verið ráðinn til að meta hvaða aðgerða er þörf við úrbætur á svæðinu auk þess sem fjármagni hefur verið úthlutað til bráðaaðgerða. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhversstofnunar. Umhverfisstofnun auglýsti lokun á svæðinu við Fjaðrárgljúfur 16. mars síðastliðinn í tvær vikur, m.a. vegna mikils ágangs ferðamanna. Ljóst er að ekki er raunhæft að opna svæðið strax vegna aurbleytu og slæms ástands göngustígs.Fjármagni úthlutað til bráðaaðgerða Þá hefur stofnunin ráðið landslagsarkitekt til að meta til hvaða aðgerða nauðsynlegt er að grípa til að geta opnað svæðið aftur. Þegar tillögur fagaðila liggja fyrir um nauðsynlegar úrbætur mun Umhverfisstofnun í samráði við landeigendur og sveitarfélagið Skaftárhrepp fara í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt sé að opna svæðið fyrir gestum. Fjármagni hefur auk þess verið úthlutað úr landsáætlun til bráðaaðgerða á göngustígum en fagaðila verður einnig falið að gera tillögur að varanlegum lausnum á göngustígum og stýringu á gangandi umferð um svæðið. „Lögð verður áhersla á að innviðir falli vel að landslaginu og notast við besta fáanlega efni sem hentar svæðinu með tilliti til verndunar svæðisins, veðráttu og fjölda gesta,“ segir í frétt Umhverfisstofnunar. Opnað eigi síðar en 1. júní Umhverfisstofnun hefur því ákveðið að framlengja lokunina við Fjaðrárgljúfur um 9 vikur að höfðu samráði við sveitafélagið Skaftárhrepp, landeigendur, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Svæðið verður opnað um leið og bráðaaðgerðum er lokið eða eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Vonast stofnunin til þess að lokanirnar verði virtar. „Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. 11. janúar 2018 12:38