Nýtt bankakerfi Jón Sigurðsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Nýskipan fjármálakerfisins stendur fyrir dyrum. Trúlega verða hér aðeins tveir bankar, og jafnvel eitt erlent útibú, ef bönkum verður leyft, eins og hingað til, að veita alhliða fjármálaþjónustu. Fjármálaráðherra verður ráðandi í öðrum bankanum og erlendir fjármálamenn í hinum. Hætt er við að þetta fákeppniskerfi mótist um of af stjórnmálum í annan endann og erlendri stjórn í hinn. Báðir þessir bankar verða svo kerfismikilvægir að þeir njóta ríkisábyrgðar, jafnvel þótt stjórnmálamenn og bankastjórar afneiti því meðan vel gengur. Almenningur verður látinn taka öll vandræði á sig. Þessum vanda verður að mæta strax. Tryggja verður sérgreiningu fjármálafyrirtækja, eða fullnægjandi aðgreiningu ef leyft verður að hafa ólík svið innan sama fjármálafyrirtækis. Ákvarða verður að meirihluti stjórnarmanna búi á Íslandi. Tryggja verður fjarlægð frá flokkshagsmunum. Vanda verður ákvæði um eigið fé, lausafé og þjóðhagsvarúð sem bönkum verður ætlað að lúta. En einnig verður að girða utan um þessa þætti hvern um sig: a) innlán og sparnað einstaklinga og fjölskyldna; b) neytendalán; c) íbúðalán; d) námslán; e) byggðalán; f) greiðslu- og uppgjörskerfi. Raunhæfar hömlur verður að setja gegn arðsókn af öllum þessum síðastnefndum þáttum og gera kröfur um þjónustu, gæði og starfshætti. Annaðhvort verður að kveða á um fullkomna aðgreiningu fjármálafyrirtækja, þannig að sparisjóður sé sér og fjárfestinga- og fyrirtækjabanki sér og svo framvegis, eða a.m.k. tryggja stjórnunar-, fjárhags- og áhættuaðgreiningu. Tryggingasjóður sparifjár verður að vera sér og tryggingasjóður fjárfesta sér. Efla ber sjálfstæði Bankasýslu ríkisins og tryggja fjarlægð frá flokkshagsmunum. Sambærilegt á við um kosningu bankaráðs Seðlabankans og val í peningastefnunefnd. Styrkja verður Fjármálaeftirlitið, herða tök þess og fjölga heimiluðum aðgerðum. Ákvarða verður um hlutverk Samkeppniseftirlits og Neytendastofu. – En auðvitað hrópar það á alla að það vantar sparisjóð, án arðsóknar, sem hafi allt landið að starfssvæði og einbeiti sér að því að þjóna heiðarlegu fólki á heiðarlegan hátt.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nýskipan fjármálakerfisins stendur fyrir dyrum. Trúlega verða hér aðeins tveir bankar, og jafnvel eitt erlent útibú, ef bönkum verður leyft, eins og hingað til, að veita alhliða fjármálaþjónustu. Fjármálaráðherra verður ráðandi í öðrum bankanum og erlendir fjármálamenn í hinum. Hætt er við að þetta fákeppniskerfi mótist um of af stjórnmálum í annan endann og erlendri stjórn í hinn. Báðir þessir bankar verða svo kerfismikilvægir að þeir njóta ríkisábyrgðar, jafnvel þótt stjórnmálamenn og bankastjórar afneiti því meðan vel gengur. Almenningur verður látinn taka öll vandræði á sig. Þessum vanda verður að mæta strax. Tryggja verður sérgreiningu fjármálafyrirtækja, eða fullnægjandi aðgreiningu ef leyft verður að hafa ólík svið innan sama fjármálafyrirtækis. Ákvarða verður að meirihluti stjórnarmanna búi á Íslandi. Tryggja verður fjarlægð frá flokkshagsmunum. Vanda verður ákvæði um eigið fé, lausafé og þjóðhagsvarúð sem bönkum verður ætlað að lúta. En einnig verður að girða utan um þessa þætti hvern um sig: a) innlán og sparnað einstaklinga og fjölskyldna; b) neytendalán; c) íbúðalán; d) námslán; e) byggðalán; f) greiðslu- og uppgjörskerfi. Raunhæfar hömlur verður að setja gegn arðsókn af öllum þessum síðastnefndum þáttum og gera kröfur um þjónustu, gæði og starfshætti. Annaðhvort verður að kveða á um fullkomna aðgreiningu fjármálafyrirtækja, þannig að sparisjóður sé sér og fjárfestinga- og fyrirtækjabanki sér og svo framvegis, eða a.m.k. tryggja stjórnunar-, fjárhags- og áhættuaðgreiningu. Tryggingasjóður sparifjár verður að vera sér og tryggingasjóður fjárfesta sér. Efla ber sjálfstæði Bankasýslu ríkisins og tryggja fjarlægð frá flokkshagsmunum. Sambærilegt á við um kosningu bankaráðs Seðlabankans og val í peningastefnunefnd. Styrkja verður Fjármálaeftirlitið, herða tök þess og fjölga heimiluðum aðgerðum. Ákvarða verður um hlutverk Samkeppniseftirlits og Neytendastofu. – En auðvitað hrópar það á alla að það vantar sparisjóð, án arðsóknar, sem hafi allt landið að starfssvæði og einbeiti sér að því að þjóna heiðarlegu fólki á heiðarlegan hátt.Höfundur er fv. skólastjóri
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun