Bræðurnir hreinsaðir af öllum grun um morðið á Kevin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 13:30 Robin og Christian voru sagðir hafa orðið hinum fjögurra ára Kevin að bana árið 1998. Þeir efuðust alltaf um sekt sína. Skjáskot SVT Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu. Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Nær tuttugu ár eru liðin frá því að fimm og sjö ára gamlir sænskir bræður voru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin Hjalmarsson í Värmland í Svíþjóð. Bræðurnir tveir hafa nú verið hreinsaðir af grun um aðild að málinu og þá telur saksóknari jafnframt að andlát Kevins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.Rannsókn tekin upp að nýju í fyrra Hinn fjögurra ára Kevin fannst látinn um miðjan ágúst 1998 á trépalli í háu grasi í Glafsfjorden í hverfinu Dottevik hjá Arvika í Värmland. Þegar sjúkralið mætti á staðinn var upphaflega talið að drengurinn hefði drukknað. Krufning leiddi hins vegar í ljós að þrengt hafi verið að hálsi hans með priki og hann kafnað. Málið reyndi mikið á sænsku þjóðina á sínum tíma og ákváðu saksóknarar í maí síðastliðnum að rannsaka málið á nýjan leik eftir að nýjar upplýsingar litu dagsins ljós.Bræðurnir Christian og Robin í viðtali við SVT í dag.Skjáskot SVTHorfa fram á veginn Bræðurnir Christian Karlsson og Robin Dahlén, sem nú eru 26 og 24 ára gamlir, voru sakaðir um að hafa orðið Kevin að bana, þá fimm og sjö ára, eftir tveggja mánaða rannsókn lögreglu. Þeir voru hreinsaðir af öllum grun og ákærum vegna málsins í dag. „Við bræðurnir erum nú lausir allra mála hvað varðar rannsóknina,“ sagði Christian, annar bræðranna, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Bræðurnir voru kallaðir á fund saksóknara vegna málsins í dag þar sem þeir voru upplýstir um stöðu rannsóknarinnar. „Ég get aðeins lýst þessu sem hreinni hamingju,“ bætti Christian við og sagði þá bræður nú líta björtum augum til framtíðar eftir erfiða æsku, litaða af máli Kevins. Faðir bræðranna, Weine Dahlén, var einnig mjög létt. „Þetta er alveg magnað. Þetta er svo fallegt, eftir svona mörg ár. Loksins. Loksins er allt komið í samt lag,“ sagði hann við fréttamenn í dag.Talið að ekkert saknæmt hafi átt sér stað Þá kom einnig fram á blaðamannafundi, sem saksóknarinn Niclas Wargren boðaði til í dag, að ekki sé talið að andlát Kevins hafi borið að með saknæmum hætti.Lögregla var undir miklum þrýstingi að leysa málið á sínum tíma og yfirheyrði í heildina 120 börn og fjölda fullorðinna við rannsóknina. Þegar „játning“ bræðranna lá fyrir þótti hún þó ekki ýkja trúverðug, en þeir voru yfirheyrðir í 31 klukkutíma, og hafa þeir Christian og Robin ætíð efast um sekt sína. Þá voru Svíar almennt á þeirri skoðun að fjölmargt hafi mátt setja út á rannsókn lögreglu.
Norðurlönd Tengdar fréttir Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Svíar taka að nýju upp rannsókn á morðinu á hinum fjögurra ára Kevin Fiimm og sjö ára gamlir sænskir bræður eru sagðir hafa banað hinum fjögurra ára Kevin í Värmland í Svíþjóð árið 1998. Í ljósi nýrra upplýsinga verður málið tekið upp að nýju. 11. maí 2017 11:18