Usain Bolt æfði með Dortmund: „Þarf að koma upptökunni af mér á José Mourinho“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2018 09:30 Usain Bolt reynir að sparka í bolta. vísir/getty Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar og heimsmethafi í 100 metra hlaupi, ætti líklega að halda sig við dagvinnuna miðað við hvernig honum gekk á reynslunni hjá Borussia Dortmund fyrir helgi. Jamaíkumaðurinn fékk að æfa með Dortmund í tvo daga á meðan vináttuleikjafríið stendur yfir og var hluti af æfingunum sendur út beint á Youtube. Bolt hefur margsinnis sagt að hann vilji spila fótbolta sem atvinnumaður og er draumur hans að spila fyrir Manchester United. Það er líklega ekki að fara gerast ef marka má orð Peter Stoger, þjálfara Dortmund. „Þetta snýst allt um aðgerðir og hreyfingar en það sem skiptir mestu máli er að Bolt skemmti sér,“ sagði St oger við Daily Mirror eftir æfingadaga tvo.„Hann er hæfileikaríkur en ef hann vill spila fótbolta með bestu liðum heims þarf hann að bæta ansi mikið.“ „Skrokkurinn sem hann þarf í hina íþróttina sína er svo allt annar en sá sem hann þarf í fótbolta, en þetta var virkilega skemmtilegt. Það var gaman að hitta mann eins og Bolt og vinna með honum,“ sagði Peter Stoger. Bolt hefur mikið dálæti á sjálfum sér og er fullur sjálfstraust. Ofan á það hefur hann svo mikinn og góðan húmor og sagði við breska ríkisútvarpið eftir seinni æfingadaginn: „Ég þarf að koma upptökunni af mér á José Mourinho.“ Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar og heimsmethafi í 100 metra hlaupi, ætti líklega að halda sig við dagvinnuna miðað við hvernig honum gekk á reynslunni hjá Borussia Dortmund fyrir helgi. Jamaíkumaðurinn fékk að æfa með Dortmund í tvo daga á meðan vináttuleikjafríið stendur yfir og var hluti af æfingunum sendur út beint á Youtube. Bolt hefur margsinnis sagt að hann vilji spila fótbolta sem atvinnumaður og er draumur hans að spila fyrir Manchester United. Það er líklega ekki að fara gerast ef marka má orð Peter Stoger, þjálfara Dortmund. „Þetta snýst allt um aðgerðir og hreyfingar en það sem skiptir mestu máli er að Bolt skemmti sér,“ sagði St oger við Daily Mirror eftir æfingadaga tvo.„Hann er hæfileikaríkur en ef hann vill spila fótbolta með bestu liðum heims þarf hann að bæta ansi mikið.“ „Skrokkurinn sem hann þarf í hina íþróttina sína er svo allt annar en sá sem hann þarf í fótbolta, en þetta var virkilega skemmtilegt. Það var gaman að hitta mann eins og Bolt og vinna með honum,“ sagði Peter Stoger. Bolt hefur mikið dálæti á sjálfum sér og er fullur sjálfstraust. Ofan á það hefur hann svo mikinn og góðan húmor og sagði við breska ríkisútvarpið eftir seinni æfingadaginn: „Ég þarf að koma upptökunni af mér á José Mourinho.“
Þýski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira