Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:49 Gangnam Style tröllreið öllu árið 2012 og gerði Psy að ofurstjörnu. Vísir/Getty Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu.Sendinefnd sem samanstendur af hið minnsta 9 suður-kóreskum hljómsveitum og tónlistarmönnum mun troða upp á tvennum tónleikum í höfuðborginni Pjongjang í næstu viku. Slíkir tónleikar eru fordæmalausir í stirðri samskiptasögu nágrannaríkjanna. Tónleikarnir eru sagðir sáttamerki í aðdraganda friðarfundar ríkjanna tveggja sem fyrirhugaður er í apríl. Meðal hljómsveita sem munu stíga á stokk í Norður-Kóreu er K-pop stúlknasveitin Red Velvet, sem notið hefur töluverðra vinsælda í heimalandinu. Hún á þó ekki roð í poppgoðsögnina Psy, sem tryllti heimsbyggðina með ofursmelli sínum Gangnam Style árið 2012. Heimildarmenn víðsvegar í suður-kóresku stjórnsýslunni og poppgeiranum þar í landi herma að stjórnvöld keppist nú við að fá popparann til Pjongjang.Of óheflaður fyrir Kim Psy er ekki hvað síst þekktur fyrir ögrandi sviðsframkomu og klúra söngtexta. Á tónleikum fer hann reglulega úr að ofan og hreytir út úr sér kóreskum fúkyrðum. Ef marka má fyrrnefnda heimildarmenn virðist þessi óheflaða framkoma Psy fara öfugt ofan í ráðamenn í Pjongjang sem setja sig upp á móti því að hann fái að flytja smelli sína í norðri. Sama hvort af tónleikum Psy verður eða ekki er ljóst að þíða er komin í samskipti nágrannaríkjanna. Fyrirhugaðar eru viðræður milli leiðtoga Norður- og Suður-Kóreu á næstu vikum eftir að stöðugar kjarnorkutilraunir norðanmanna höfðu valdið miklum erjum í alþjóðasamfélaginu. Tilraunirnar skiluðu sér að lokum í víðtækum viðskiptaþvingunum sem komið hafa harkalega niður á norður-kóreskum efnahag. Þó hafa stjórnvöld í Pjongjang enn ekki staðfest, þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning, að til standi að funda með Bandaríkjamönnum að fundi nágrannaríkjanna loknum. Bandaríkjaforseti hefur þó sagst tilbúinn til viðræðna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Svíar ræða við N-Kóreu um lausn þriggja Bandaríkjamanna Sænsk yfirvöld koma nú að samningaviðræðum þess efnis að þremur bandarískum ríkisborgurum verði sleppt úr haldi í Norður-Kóreu. 18. mars 2018 23:30
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53