Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 19:56 Þingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna. Vísir/AFP Almenningur í Bandaríkjunum og Þýskalandi er að missa traust á Facebook og því hvernig fyrirtækið meðhöndlar persónuupplýsingar notenda. Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti.Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos treysta tæplega fimmtíu prósent Bandaríkjamanna Facebook til að fylgja lögum ríkisins um meðhöndlun persónuupplýsinga. Önnur könnun sem gerð var fyrir Bild am Sonntag bendir til þess að um 60 prósent Þjóðverja segja Facebook og aðra samfélagsmiðla hafa neikvæð áhrif á lýðræði.66 prósent sögðust treysta Amazon til að fylgja lögum, 62 prósent sögðust treysta Google og 60 prósent sögðust treysta Microsoft. Í áðurnefndri auglýsingu Facebook stóð að fyrirtækið bæri skyldu til þess að verja persónuupplýsingar notenda og ef þeir gætu það ekki, ættu þeir ekki rétt á því að öðlast þessar upplýsingar. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Upplýsingarnar voru notaðar til að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirÞingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna.Hann þyrfti að útskýra fyrir þingmönnum og öllum hvernig fyrirtækið ætlaði að verja gögn notenda og tryggja að atvik sem þetta gæti ekki stungið upp kollinum aftur. Warner sagðist einnig vilja ræða við Steve Bannon. Hann var varaforseti Cambridge Analytica þegar fyrirtækið kom höndum yfir upplýsingarnar og áður en hann tók að sér að stýra framboði Donald Trump. Bannon sagði fyrr í vikunni að hann mundi ekki til þess að hafa keypt persónuupplýsingarnar sem um ræðir. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Almenningur í Bandaríkjunum og Þýskalandi er að missa traust á Facebook og því hvernig fyrirtækið meðhöndlar persónuupplýsingar notenda. Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti.Samkvæmt könnun Reuters og Ipsos treysta tæplega fimmtíu prósent Bandaríkjamanna Facebook til að fylgja lögum ríkisins um meðhöndlun persónuupplýsinga. Önnur könnun sem gerð var fyrir Bild am Sonntag bendir til þess að um 60 prósent Þjóðverja segja Facebook og aðra samfélagsmiðla hafa neikvæð áhrif á lýðræði.66 prósent sögðust treysta Amazon til að fylgja lögum, 62 prósent sögðust treysta Google og 60 prósent sögðust treysta Microsoft. Í áðurnefndri auglýsingu Facebook stóð að fyrirtækið bæri skyldu til þess að verja persónuupplýsingar notenda og ef þeir gætu það ekki, ættu þeir ekki rétt á því að öðlast þessar upplýsingar. Cambridge Analytica keypti gögnin í gegnum utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann væri að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Upplýsingarnar voru notaðar til að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.Sjá einnig: Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónirÞingmaðurinn Mark Warner, æðsti demókratinn í þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, sagði í dag að Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og hæstráðandi, bæri að svara spurningum þingmanna.Hann þyrfti að útskýra fyrir þingmönnum og öllum hvernig fyrirtækið ætlaði að verja gögn notenda og tryggja að atvik sem þetta gæti ekki stungið upp kollinum aftur. Warner sagðist einnig vilja ræða við Steve Bannon. Hann var varaforseti Cambridge Analytica þegar fyrirtækið kom höndum yfir upplýsingarnar og áður en hann tók að sér að stýra framboði Donald Trump. Bannon sagði fyrr í vikunni að hann mundi ekki til þess að hafa keypt persónuupplýsingarnar sem um ræðir.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. 22. mars 2018 14:01
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19