Handbolti

Seinni bylgjan: „Betra að hitta helvítis markið“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er orðið mjög algengt að spila svokallað 7 á móti 6 í íslenskum og alþjóðlegum handbolta, það er að taka markvörðinn út og spila með auka leikmann í sókninni.

Þetta er ákveðið áhættuatriði þar sem þá er markið óvarið ef boltinn tapast og andstæðingurinn getur skorað auðvelt mark. En þá er þó betra að „hitta helvítis markið,“ eins og Tómas Þór Þórðarsson sagði svo hreinskilið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

Þá var uppgjörsþáttur tímabilsins í beinni útsendingu, en loka umferð Olís deildar karla var leikin á miðvikudag.

Í þættinum var tímabilið gert upp og meðal annars sýndar ýmsar skemmtilegar syrpur. Ein af þeim var syrpa af skotum yfir völlin sem hittu ekki í markið, en það virðist vera ótrúlega erfitt að hitta í galtómt netið.

Þessa skemmtilegu syrpu má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×