Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið.
Það var mikið um dýrðir og farið yfir mörg af bestu atriðum og augnablikum vetrarins.
Á meðal þess sem þeir buðu upp á var topp 10 listi yfir bestu tilþrif vetrarins.
Myndbrotið með bestu tilþrifunum fylgir fréttinni, en fyrir þá óþreyjufullu þá var það Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson sem átti tilþrif ársins með frábærri vörslu, aðeins augnablikum eftir að hafa gefið stoðsendingu á hinum enda vallarins.
Seinni bylgjan: Bestu tilþrif ársins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið




Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti


Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn




Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn