Íslandsmeistarar Þór/KA sigruðu FH á Akureyri í dag þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna.
Margrét Árnadóttir kom heimakonum yfir strax á 17. mínútu og Anna Rakel Pétursdóttir náði að tvöfalda forystuna áður en liðin gengu til búningsherbergja með marki úr vítaspyrnu.
Hulda Ósk Jónsdóttir gulltryggði svo sigur Þórs/KA í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Marjani Hing-Glover næði að minnka muninn í 3-1 var það of seint og Þór/KA fór með sigur.
Leikurinn í dag var sá fyrsti í síðustu umferð A-deildar Lengjubikarsins. Þór/KA fór með sigrinum upp í þriðja sætið með sjö stig. FH er með þrjú stig í fimmta sæti.
Íslandsmeistararnir enduðu á sigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn
