Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 23. mars 2018 20:30 Áburðarfarminum skipað á land á Sauðárkróki. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir, eins og sjá mátti í Skagafirði í fréttum Stöðvar 2. Í höfninni á Sauðárkróki liggur fjögur þúsund tonna norskt flutningaskip, Kjervaagsund, á vegum Nesskipa. Það var að koma frá Tallin í Eistlandi með stærðar farm, 3.200 tonn af áburði til Kaupfélags Skagfirðinga, en einnig timbur og girðingastaura. Flutningaskipið Kjervaagsund í Sauðárkrókshöfn. Áburðurinn hífður frá borði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Víða um land er þetta einn fyrsti vorboðinn; þegar komið er með áburðinn. Starfsmenn Vörumiðlunar á Sauðárkróki annast uppskipun, en þetta eru tíu mismunandi tegundir af áburði. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga sér Björn Magni Svavarsson aðstoðarverslunarstjóri um áburðarviðskiptin en hann segir okkur að þessi farmur dreifist til um 150 bænda, í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu. Algengt er að milli 20 og 40 tonn fari á hvert býli. Að sögn Björns Magna annast sex bændur það verkefni að aka áburðinum heim á bæina. Bóndinn á Páfastöðum, Sigurður Baldursson, er meðal þeirra sem eiga von á áburðarfarmi. Sigurður Baldursson í fjósinu á Páfastöðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hann kemur nú fljótlega. Þeir keyra hann út sem fyrst þannig að hann þurfi ekki að standa á höfninni,” segir Sigurður. „Við erum að bera á svona í lok apríl, byrjun maí. Þá förum við að dreifa. Þetta er skemmtilegasti árstíminn. Allt að lifna og allt að koma aftur eftir veturinn,” segir bóndinn. Frá Páfastöðum í Skagafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og ef áburðarflutningarnir eru fyrsti vorboðinn til sveita þá má kannski segja að það marki upphaf sumarsins þegar kúnum er hleypt út. „Það er svona þegar orðið er gott veður og þurrt. Það er í lok maí yfirleitt,” segir Sigurður Baldursson, kúabóndi á Páfastöðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30