Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 19:23 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði utanríkisráðherra út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni. Vísir/Anton Brink Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24
Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40
Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38