#Shedrives verðlaunuð í Mið-Austurlöndum Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 15:00 Jón Bragi Gíslason hjá Ghostlamp. Herferðin #Shedrives hlaut verðlaunin herferð ársins á Dubai Lynx International Festival Of Creativity nú í vikunni. Herferðin er ætluð að vekja umtal í Saudi Arabíu á meðal kvenna um að læra að keyra þar sem þann 1. júní næstkomandi taka gildi lög í fyrsta skipti sem heimila konum að aka bifreið. Ghostlamp, íslenskt sprotafyrirtæki, vann að þessari herferð með TBWA\RAAD í Dubai. ,,Það er frábært að hafa tekið þátt í þessari herferð sem á eflaust eftir að fá fleiri alþjóðleg verðlaun á þessu ári," segir Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp, um herferðina. ,,Þetta er líklega það erfiðasta sem Ghostlamp hefur tekið að sér. Við áttum alls ekki von á því hvað það er erfitt að fá konur til að tjá sig opinberlega í þessum heimshluta um svo einfaldan hlut eins og að aka bíl. En sem betur fer er verið að breyta lögunum þarna en samfélagið hefur ekki fylgt eftir og herferðin vonandi hjálpar til við það." Heldur Jón Bragi áfram. Herferðin var unnin fyrir Nissan. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent
Herferðin #Shedrives hlaut verðlaunin herferð ársins á Dubai Lynx International Festival Of Creativity nú í vikunni. Herferðin er ætluð að vekja umtal í Saudi Arabíu á meðal kvenna um að læra að keyra þar sem þann 1. júní næstkomandi taka gildi lög í fyrsta skipti sem heimila konum að aka bifreið. Ghostlamp, íslenskt sprotafyrirtæki, vann að þessari herferð með TBWA\RAAD í Dubai. ,,Það er frábært að hafa tekið þátt í þessari herferð sem á eflaust eftir að fá fleiri alþjóðleg verðlaun á þessu ári," segir Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp, um herferðina. ,,Þetta er líklega það erfiðasta sem Ghostlamp hefur tekið að sér. Við áttum alls ekki von á því hvað það er erfitt að fá konur til að tjá sig opinberlega í þessum heimshluta um svo einfaldan hlut eins og að aka bíl. En sem betur fer er verið að breyta lögunum þarna en samfélagið hefur ekki fylgt eftir og herferðin vonandi hjálpar til við það." Heldur Jón Bragi áfram. Herferðin var unnin fyrir Nissan.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent