#Shedrives verðlaunuð í Mið-Austurlöndum Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 15:00 Jón Bragi Gíslason hjá Ghostlamp. Herferðin #Shedrives hlaut verðlaunin herferð ársins á Dubai Lynx International Festival Of Creativity nú í vikunni. Herferðin er ætluð að vekja umtal í Saudi Arabíu á meðal kvenna um að læra að keyra þar sem þann 1. júní næstkomandi taka gildi lög í fyrsta skipti sem heimila konum að aka bifreið. Ghostlamp, íslenskt sprotafyrirtæki, vann að þessari herferð með TBWA\RAAD í Dubai. ,,Það er frábært að hafa tekið þátt í þessari herferð sem á eflaust eftir að fá fleiri alþjóðleg verðlaun á þessu ári," segir Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp, um herferðina. ,,Þetta er líklega það erfiðasta sem Ghostlamp hefur tekið að sér. Við áttum alls ekki von á því hvað það er erfitt að fá konur til að tjá sig opinberlega í þessum heimshluta um svo einfaldan hlut eins og að aka bíl. En sem betur fer er verið að breyta lögunum þarna en samfélagið hefur ekki fylgt eftir og herferðin vonandi hjálpar til við það." Heldur Jón Bragi áfram. Herferðin var unnin fyrir Nissan. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent
Herferðin #Shedrives hlaut verðlaunin herferð ársins á Dubai Lynx International Festival Of Creativity nú í vikunni. Herferðin er ætluð að vekja umtal í Saudi Arabíu á meðal kvenna um að læra að keyra þar sem þann 1. júní næstkomandi taka gildi lög í fyrsta skipti sem heimila konum að aka bifreið. Ghostlamp, íslenskt sprotafyrirtæki, vann að þessari herferð með TBWA\RAAD í Dubai. ,,Það er frábært að hafa tekið þátt í þessari herferð sem á eflaust eftir að fá fleiri alþjóðleg verðlaun á þessu ári," segir Jón Bragi Gíslason, framkvæmdastjóri Ghostlamp, um herferðina. ,,Þetta er líklega það erfiðasta sem Ghostlamp hefur tekið að sér. Við áttum alls ekki von á því hvað það er erfitt að fá konur til að tjá sig opinberlega í þessum heimshluta um svo einfaldan hlut eins og að aka bíl. En sem betur fer er verið að breyta lögunum þarna en samfélagið hefur ekki fylgt eftir og herferðin vonandi hjálpar til við það." Heldur Jón Bragi áfram. Herferðin var unnin fyrir Nissan.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent