5 milljón eintök af Kia Sportage Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 14:10 Kia Sportage. Kia Kia fagnaði því í dag að 5 milljón eintök af sportjeppanum vinsæla Kia Sportage hafa nú selst á heimsvísu. Bíllinn var fyrst settur á markað árið 1993 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Kia Sportage var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókíó árið 1991 tveimur árum áður en hann kom á markað og vakti þá strax talsverða athygli. Jepplingar voru á þeim tíma að ryðja sér til rúms í auknum mæli og þóttu framsæknir á margan hátt. Kia ætlaði sér stóra hluti með Sportage en líklega óraði engan þó fyrir hversu miklum vinsældum sportjeppinn myndi ná og að 25 árum síðar væri bíllinn búinn að seljast í alls 5 milljón eintökum um heim allan. Sportage hefur einnig verið Íslendingum einkar kær og hafa yfir 2.000 Sportage jepplingar prýtt vegi landsins hingað til og selst enn grimmt. Kia Sportage hefur einn verið söluhæsti bíll Kia á undanförnum árum. Nýjasta kynslóð sportjeppans hefur selst í alls milljón eintökum á aðeins 29 mánuðum. Og sem dæmi hafa síðustu tvær kynslóðir Sportage selst í tæplega 2.000 eintökum hér á landi. Kia Sportage er framleiddur fyrir Evrópumarkað í hátæknivæddri verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Þar hefur sportjeppinn verið framleiddur síðan 2007. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Kia fagnaði því í dag að 5 milljón eintök af sportjeppanum vinsæla Kia Sportage hafa nú selst á heimsvísu. Bíllinn var fyrst settur á markað árið 1993 og fagnar því 25 ára afmæli í ár. Kia Sportage var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókíó árið 1991 tveimur árum áður en hann kom á markað og vakti þá strax talsverða athygli. Jepplingar voru á þeim tíma að ryðja sér til rúms í auknum mæli og þóttu framsæknir á margan hátt. Kia ætlaði sér stóra hluti með Sportage en líklega óraði engan þó fyrir hversu miklum vinsældum sportjeppinn myndi ná og að 25 árum síðar væri bíllinn búinn að seljast í alls 5 milljón eintökum um heim allan. Sportage hefur einnig verið Íslendingum einkar kær og hafa yfir 2.000 Sportage jepplingar prýtt vegi landsins hingað til og selst enn grimmt. Kia Sportage hefur einn verið söluhæsti bíll Kia á undanförnum árum. Nýjasta kynslóð sportjeppans hefur selst í alls milljón eintökum á aðeins 29 mánuðum. Og sem dæmi hafa síðustu tvær kynslóðir Sportage selst í tæplega 2.000 eintökum hér á landi. Kia Sportage er framleiddur fyrir Evrópumarkað í hátæknivæddri verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Þar hefur sportjeppinn verið framleiddur síðan 2007.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent