Dele Alli: Tapið á móti Íslandi á EM 2016 gerði okkur sterkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 09:30 Dele Alli og félagar sitja niðurbrotnir í grasinu eftir tapið á móti Íslandi á EM 2016. Íslensku strákarnir fagna sigri. Vísir/Getty Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira