Rafmagnsbíllinn VW e-Golf yfirleitt uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 06:00 WV e-Golf sést í dönsku umhverfi. WV Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir rafmagnsbílnum e-Golf frá Volkswagen að fyrirtækið á svo til aldrei neinar birgðir af bílnum, fremur er barist um þau eintök sem framleidd eru. Eftirspurnin eftir Volkswagen e-Golf hefur ekki síst verið mikil í öðrum Evrópulöndum en Þýskalandi og hefur sala hans t.d. verið gríðarmikil í Noregi og á Íslandi. Volkswagen e-Golf náði því til að mynda að vera söluhæsta bílgerðin í nóvember á síðasta ári í Noregi. Bíllinn var líka söluhæsti rafmagnsbíll í V-Evrópu í janúar á þessu ári og sló með því við bílum eins og Renault Zoe og Nissan Leaf. Rafmagnsbílar VW þrisvar sinnum eftirsóttari 2017 en 2016 Stjórnarformaður Volkswagen, Herbert Diess, segir að rafmagnsbílar Volkswagen hafi verið þrisvar sinnum eftirsóttari árið 2017 en 2016 og það sé greinilegt að bílakaupendur séu viljugir til að að skipta úr brunabílum yfir í rafmagnsbíla svo fremi sem verðið sé rétt. Þessi þróun ætti að ýta Volkswagen enn hraðar áfram við þróun sinna næstu rafmagnsbíla og á þeim verður enginn hörgull á næstunni, með tilvonandi bílum eins og I.D. Cross og I.D. Buzz. Volkswagen býður líka rafmagnsbílakaupendum sínum upp á ódýrar hleðslustöðvar til heimanota sem kosta aðeins 300 evrur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent
Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir rafmagnsbílnum e-Golf frá Volkswagen að fyrirtækið á svo til aldrei neinar birgðir af bílnum, fremur er barist um þau eintök sem framleidd eru. Eftirspurnin eftir Volkswagen e-Golf hefur ekki síst verið mikil í öðrum Evrópulöndum en Þýskalandi og hefur sala hans t.d. verið gríðarmikil í Noregi og á Íslandi. Volkswagen e-Golf náði því til að mynda að vera söluhæsta bílgerðin í nóvember á síðasta ári í Noregi. Bíllinn var líka söluhæsti rafmagnsbíll í V-Evrópu í janúar á þessu ári og sló með því við bílum eins og Renault Zoe og Nissan Leaf. Rafmagnsbílar VW þrisvar sinnum eftirsóttari 2017 en 2016 Stjórnarformaður Volkswagen, Herbert Diess, segir að rafmagnsbílar Volkswagen hafi verið þrisvar sinnum eftirsóttari árið 2017 en 2016 og það sé greinilegt að bílakaupendur séu viljugir til að að skipta úr brunabílum yfir í rafmagnsbíla svo fremi sem verðið sé rétt. Þessi þróun ætti að ýta Volkswagen enn hraðar áfram við þróun sinna næstu rafmagnsbíla og á þeim verður enginn hörgull á næstunni, með tilvonandi bílum eins og I.D. Cross og I.D. Buzz. Volkswagen býður líka rafmagnsbílakaupendum sínum upp á ódýrar hleðslustöðvar til heimanota sem kosta aðeins 300 evrur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent