Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2018 23:39 Halldór Jóhann var svekktur að verða af deildarmeistaratitlinum.. vísir/eyþór „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45