Handbolti

Grétar í beinni á Facebook eftir titilinn: „Varst ömurlegur en skorar sigurmarkið”

Anton Ingi Leifsson skrifar
Agnar fagnar eftir leikinn í kvöld en menn voru á léttu nótunum.
Agnar fagnar eftir leikinn í kvöld en menn voru á léttu nótunum. vísir/valli
Grétar Þór Eyþórsson, hornamaður ÍBV, var í stuði eftir að liðið tryggði sér fyrsta deildarmeistaratitilinn í sögu félagsins í kvöld er liðið lagði Fram í Safamýrinni, 34-33.

Agnar Smári skoraði sigurmarkið í þann mund sem flautan gall og Eyjamenn fögnuðu mikið en þeir eru nú handhafar deildarmeistaratitilsins og bikarmeistaratitilsins.

Eftir leikinn tók Grétar upp símann og startaði beinni útsendingu af gólfinu þar sem hann rölti á milli manna og ýmist tók við þá viðtöl eða spjallaði sjálfur við símann.

Theodór Sigurbjörnsson, sem er á meiðslalistanum og lék ekki í kvöld, tók viðtal við Agnar Smára Jónsson og lét hann heyra það í gaman tón. Grínaðist hann í Agnari að hann ekki hafa getað neitt í 45 mínútur en komið sterkur inn í lokin. Menn í góðum gír eftir sigurinn.

„Stúkan var geggjuð. Við ætlum að skokka okkur niður. Svo er það Rússland. Ég bið að heilsa heim. Við stöndum okkur í Rússlandi. Elska ykkur. Takk fyrir stuðninginn,” sagði Grétar í samtali við sjálfan sig eftir leikinn.

Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×