Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 21:45 Kári Stefánsson er forstjóri íslenskrar. vísir/stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55