Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 18:37 Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. vísir/getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram. Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram.
Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“