Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 21:00 Það voru áhafnarmeðlimir á Fjölni GK sem fengu legg í veiðarfæri sín þar sem þeir voru við veiðar á Faxaflóa. mynd/jón steinar sæmundsson Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur.
Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55