Seinni bylgjan: Alexander 100 prósent í öllu sem hann gerir Einar Sigurvinsson skrifar 20. mars 2018 17:30 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, var mjög ánægður með val Guðmundar Guðmundssonar á Alexander Erni Júlíssyni, í fyrsta landsliðshóp sinn. Alexander hefur leikið vel fyrir lið Vals í Olís-deildinni í vetur en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í landsliðið. Hann fetar því í fótspor föður síns, Júlíusar Jónassonar sem lék 288 landsleiki fyrir Ísland. Í Seinni bylgjunni í gær spurði stjórnandi þáttarins, Tómas Þór Þórðarson, Dag að því hvort honum þætti sæti Alexanders í landsliðshópnum vera óvænt. Það fannst honum ekki. „Mér finnst þetta ekki óvæntustu tíðindin, mér finnst þetta jákvæðustu tíðindin,“ sagði Dagur og bætti við. „Þetta er svona strákur sem er kennslubókardæmi um það að hafa aldrei verið einhver súpergæi, yfirleitt í skugganum á einhverjum. Hann hefur bara unnið alveg ótrúlega óeigingjarnt starf fyrir liðið og er bara 100 prósent drengur í öllu sem hann gerir. Það er bara gríðarlega ánægjulegt að hann fái sénsinn.“ Tómas velti því síðan fyrir sér hvort að Guðmundur sé með landsliðhóp sínum að reyna að endurskapa þekkt varnarpar liðsins undir hans stjórn, þá Ingimund Ingimundarson og Sverre Jakobsson. Auk Alexanders valdi Guðmundur þá Ými Örn Gíslason og Hauk Þrastarson. „Ég held að þeir séu báðir, Ýmir og Alexander, vel til þess fallnir að spila þessa vörn. Haukur Þrastarson er það líka. Svo er bara spurning hverjir verða akkerin til baka,“ sagði Dagur að lokum. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, var mjög ánægður með val Guðmundar Guðmundssonar á Alexander Erni Júlíssyni, í fyrsta landsliðshóp sinn. Alexander hefur leikið vel fyrir lið Vals í Olís-deildinni í vetur en þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn í landsliðið. Hann fetar því í fótspor föður síns, Júlíusar Jónassonar sem lék 288 landsleiki fyrir Ísland. Í Seinni bylgjunni í gær spurði stjórnandi þáttarins, Tómas Þór Þórðarson, Dag að því hvort honum þætti sæti Alexanders í landsliðshópnum vera óvænt. Það fannst honum ekki. „Mér finnst þetta ekki óvæntustu tíðindin, mér finnst þetta jákvæðustu tíðindin,“ sagði Dagur og bætti við. „Þetta er svona strákur sem er kennslubókardæmi um það að hafa aldrei verið einhver súpergæi, yfirleitt í skugganum á einhverjum. Hann hefur bara unnið alveg ótrúlega óeigingjarnt starf fyrir liðið og er bara 100 prósent drengur í öllu sem hann gerir. Það er bara gríðarlega ánægjulegt að hann fái sénsinn.“ Tómas velti því síðan fyrir sér hvort að Guðmundur sé með landsliðhóp sínum að reyna að endurskapa þekkt varnarpar liðsins undir hans stjórn, þá Ingimund Ingimundarson og Sverre Jakobsson. Auk Alexanders valdi Guðmundur þá Ými Örn Gíslason og Hauk Þrastarson. „Ég held að þeir séu báðir, Ýmir og Alexander, vel til þess fallnir að spila þessa vörn. Haukur Þrastarson er það líka. Svo er bara spurning hverjir verða akkerin til baka,“ sagði Dagur að lokum. Umræðuna í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira