Þjóðarsorg í Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2018 13:18 Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir. Vísir/AFP Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14