Erlent

Þjóðarsorg í Palestínu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir.
Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir. Vísir/AFP
Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin.

Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014.

Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla.

Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×