59 sendiráðsstarfsmönnum til viðbótar vísað frá Rússlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 19:30 Rússar gjalda líku líkt. Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Rússar hafa fyrirskipað brottrekstur fjölda erlendra sendiráðsstarfsmanna frá Rússlandi sem andsvar við aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússlandi vegna Skripal-málsins. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússa vegna þátttöku Íslendinga í samstilltum aðgerðum. Alls hefur um 150 rússneskum diplómötum verið vísað úr landi í þeim 23 ríkjum sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum en Rússar eru sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á fyrrverandi njósnarann Sergei Skrípal og dóttur hans. Sendiherrar þeirra ríkja, sem ákváðu að vísa starfsfólki rússneskra sendiráða úr landi, voru í dag boðaðir til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Rússar ætla að gjalda líku líkt og senda jafn marga heim frá hverju ríki og sem nemur þeim fjölda rússneskra sendiráðsstarfsmanna sem ákveðið var að vísa úr hverju landi. Rússar höfðu þegar tilkynnt um brottrekstur 23 breskra og 60 bandarískra sendiráðsstarfsmanna en í dag bættust 59 frá 23 ríkjum í hópin. Þeirra á meðal eru erindrekar frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu og frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Talsmaður rússneskra stjórnvalda vísar því á bug að um stríð í utanríkissamskiptum sé að ræða. „Rússland sækist ekki eftir diplómatískum stríðum og Pútín forseti hefur frá upphafi og mun halda áfram að styðja þróun vináttutengsla við öll lönd, þar á meðal Bandaríkin,“ segir Dmitry Preskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í síðustu viku að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir en í samtali við fréttastofu kvaðst Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, ekki hafa verið boðuð til fundar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag. Hvorki Berglind né Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gáfu kost á viðtali vegna málsins.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira