Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:12 Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Vísir/Egill Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu. Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu.
Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28