Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir Rússa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:12 Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Vísir/Egill Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu. Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Íslenskum yfirvöldum hefur ekki verið tilkynnt um fyrirhugaðar mótvægisaðgerðir af hálfu rússneskra yfirvalda vegna ákvörðunar Íslendinga um að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar greindu frá því í gær að þeir hyggist vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi. Sendiherrar vestrænna ríkja gangvart Rússlandi sem tóku þátt í samstilltum aðgerðum hafa dag mætt einn af öðrum til fundar í rússneska utanríkisráðuneytinu og þykir ljóst að fleiri vestrænum diplómötum verið vísað frá Rússlandi. Að fundi loknum sagði sendiherra Bretlands meðal annars að svör Rússa vegna rannsóknar eitrunarárásarinnar, vera með öllu ófullnægjandi.Vísa Dönum og Hollendingum einnig burt Auk þess að vísa sextíu bandarískum sendiráðsstarfsmönnum úr landi verður ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Pétursborg lokað en Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í gær. Þá hafa Rússar vísað tveimur dönskum og tveimur hollenskum diplómötum úr landi í dag. Um er að ræða svar Rússa við ákvörðun Bandaríkjamanna og annarra þjóða sem hafa rekið rússneska sendiráðsstarfsmenn úr landi vegna Skripal-málsins svokallaða. Rússar hafa verið sakaðir um að skipuleggja eiturgasárásina á Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi en þeir hafa hins vegar neitað sök í málinu.Íslensk yfirvöld ekki fengið tilkynningu Að svo stöddu hefur íslenskum yfirvöldum ekki verið tilkynnt um mótvægisaðgerðir að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki fengið nein viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum fyrir utan sjónarmið sendiherrans sem komu fram á fundi fyrr í þessari viku, en að öðru leyti verið með kyrrum kjörum,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann stjórnvöld þó vera við öllu búin. Íslenska ríkisstjórnin ákvað að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum yrði frestað um óákveðinn tíma auk þess sem íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Greint var frá því í gær Yulia Skripal, dóttir njósnarans fyrrverandi Sergei Skripal, sem varð fyrir eiturefnaárásinni ásamt föður sínum, sé ekki lengur í lífshættu.
Tengdar fréttir Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09 Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36 Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Telja að eitrið hafi verið á útidyrahurðinni Breska lögreglan telur að Sergei Skripal og dóttir hans hafi fyrst komist í snertingu við taugaeitrið á útidyrahurð heimilis þeirra. 28. mars 2018 20:09
Rússar svara í sömu mynt og reka tugi erindreka úr landi Rússar hafa rekið 60 bandaríska erindreka úr landi og lokað ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í St. Pétursborg. 29. mars 2018 17:36
Yulia Skripal ekki lengur í lífshættu Yulia Skripal, dóttir rússneska gagnnjósnarans Sergei Skripal, er ekki lengur í lífshættu og er á batavegi. 29. mars 2018 15:28