Slasaðist í mannskæðu rútuslysi en sagður látinn á opinberum lista Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 22:28 Frá minningarathöfn sem haldin var til heiðurs hinum ungu leikmönnum. Vísir/AFP Dánardómstjóri í Kanada ruglaði saman nöfnum tveggja ungra manna sem lentu í mannskæðu rútuslysi þar í landi um helgina. Mistökin urðu til þess að annar mannanna, sem slasaðist í slysinu, var sagður látinn, og annar sem lést sagður slasaður. BBC greinir frá. Fimmtán hafa nú verið úrskurðaðir látnir eftir að vöruflutningabíll lenti á rútu í Tisdale í Saskatchewanhéraði í Kanada í fyrradag. Ungmennalið íshokkíliðsins Humboldt Broncos var í rútunni ásamt þjálfurum þegar slysið varð. Opinber listi var gefinn út með nöfnum þeirra sem létust í slysinu auk nöfnum þeirra sem fluttir voru til aðhlynningar á sjúkrahús. Á fyrstu útgáfu listans, sem var í gildi í heilan dag, sagði að hinn átján ára Xavier Labelle hefði látist í slysinu. Við nánari athugun reyndist hann hins vegar aðeins slasaður. Þá þurfti að fjarlægja nafn Parkers Tobin af lista yfir þá slösuðu en hann lést í slysinu. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Saskatchewanhéraðs, Drew Wilbym, sagði að upp hefði komist um mistökin seint á sunnudagskvöld. Fjölskyldur beggja mannanna hafa verið látnar vita af mistökunum. „Margir þessara stráka voru áþekkir í sjón. Þeir eru með litað, ljóst hár til að sýna liði sýnu stuðning, þeir eru allir svipaðir að líkamsbyggingu, þeir eru á sama aldri og auðvitað mjög íþróttamannslegir,“ bætti hann við. Tíu af þeim fimmtán sem létust í slysinu í fyrradag voru liðsmenn íshokkíliðsins. Mikil sorg hefur gripið um sig í Kanada vegna slyssins. Kanada Tengdar fréttir 14 látin eftir rútuslys í Kanada Fjórtán létu lífið og aðrir fjórtán slösuðust eftir að flutningabíll og rúta skullu saman. 7. apríl 2018 09:40 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Dánardómstjóri í Kanada ruglaði saman nöfnum tveggja ungra manna sem lentu í mannskæðu rútuslysi þar í landi um helgina. Mistökin urðu til þess að annar mannanna, sem slasaðist í slysinu, var sagður látinn, og annar sem lést sagður slasaður. BBC greinir frá. Fimmtán hafa nú verið úrskurðaðir látnir eftir að vöruflutningabíll lenti á rútu í Tisdale í Saskatchewanhéraði í Kanada í fyrradag. Ungmennalið íshokkíliðsins Humboldt Broncos var í rútunni ásamt þjálfurum þegar slysið varð. Opinber listi var gefinn út með nöfnum þeirra sem létust í slysinu auk nöfnum þeirra sem fluttir voru til aðhlynningar á sjúkrahús. Á fyrstu útgáfu listans, sem var í gildi í heilan dag, sagði að hinn átján ára Xavier Labelle hefði látist í slysinu. Við nánari athugun reyndist hann hins vegar aðeins slasaður. Þá þurfti að fjarlægja nafn Parkers Tobin af lista yfir þá slösuðu en hann lést í slysinu. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Saskatchewanhéraðs, Drew Wilbym, sagði að upp hefði komist um mistökin seint á sunnudagskvöld. Fjölskyldur beggja mannanna hafa verið látnar vita af mistökunum. „Margir þessara stráka voru áþekkir í sjón. Þeir eru með litað, ljóst hár til að sýna liði sýnu stuðning, þeir eru allir svipaðir að líkamsbyggingu, þeir eru á sama aldri og auðvitað mjög íþróttamannslegir,“ bætti hann við. Tíu af þeim fimmtán sem létust í slysinu í fyrradag voru liðsmenn íshokkíliðsins. Mikil sorg hefur gripið um sig í Kanada vegna slyssins.
Kanada Tengdar fréttir 14 látin eftir rútuslys í Kanada Fjórtán létu lífið og aðrir fjórtán slösuðust eftir að flutningabíll og rúta skullu saman. 7. apríl 2018 09:40 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
14 látin eftir rútuslys í Kanada Fjórtán létu lífið og aðrir fjórtán slösuðust eftir að flutningabíll og rúta skullu saman. 7. apríl 2018 09:40