Kerfisbyltingar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. apríl 2018 10:00 Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar koma og fara, stundum kveðja þeir hægt og hljótt en stundum springa þeir með látum. Sumir tortíma jafnvel sjálfum sér á einni nóttu eins og henti Bjarta framtíð svo slysalega fyrir ekki ýkja löngu. En þótt einn flokkur hverfi fækkar flokkunum samt ekki að ráði því nýir flokkar skjóta óðara upp kollinum. Stjórnmálamenn koma líka og fara. Sumum þeirra finnst full ástæða til að minna á brotthvarf sitt sé ekki nægilega eftir því tekið, eins og Birgitta Jónsdóttir gerði á dögunum á Facebook. Þar sá hún ástæðu til að ítreka að hún væri hætt í Pírötum, hreyfingu sem hún átti þátt í að stofna. Fjölmiðlar sneru sér vitanlega til Birgittu til að fá nánari útskýringu á þessu brotthvarfi sem alltof fáir höfðu tekið eftir. Birgitta segir ástæðurnar fyrir því að hún gafst upp á stjórnmálum vera allnokkrar. Hún varð til dæmis fyrir miklum vonbrigðum með stjórnmálin, kerfið og almenning. Það er ekkert undarlegt að Birgitta hafi orðið fyrir vonbrigðum með almenning. Um tíma varð ekki annað séð en að Píratar væru sannkallaður flokkur fólksins. Í aprílmánuði 2016 mældist fylgi flokksins í skoðanakönnunum 43 prósent. Stjórnmálaflokkur getur vart gert betur. Herská vígorð Pírata um alls kyns kerfisbreytingar hljómuðu á þeim tíma vel í eyrum kjósenda, ásamt slagorðum um að fletta þyrfti ofan af þeirri spillingu sem sögð var grassera út um allt og átti vitanlega að tengjast Sjálfstæðisflokknum, eins og flest annað sem miður fer í þjóðfélaginu. Æðið rann af kjósendum þegar á kjörstað var komið og þeir kusu eitthvað allt annað en Pírata. Umfangsmiklar kerfisbreytingar reyndust einfaldlega ekki það sem kjósendur kærðu sig um. Þeim var sagt að það ætti að umbylta sjávarútvegskerfinu vegna þess að því væri stjórnað af vondum og gráðugum auðmönnum sem einskis svífast og svo átti að henda stjórnarskrá sem hefur dugað ágætlega og semja nýtt og róttækt plagg í hennar stað. Á kjördag voru þetta ekki baráttumál sem þjóðin hafði áhuga á. Kerfið, sem Birgitta segir ómögulegt og vill breyta á róttækan hátt, er enn við lýði. Ástæðan er einfaldlega sú að kjósendur hafa í kosningum veitt brautargengi flokkum sem vilja fara fremur hægt í kerfisbreytingar, ef þeir á annað borð hafa hug á slíkum breytingum. Í lýðræðislegum kosningum ræður þjóðarviljinn. Þjóðarsálin sem var svo æst og reið á hrunárunum og steytti hnefann reiðubúin til átaka þjáist ekki lengur af vanstillingu. Meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um að kollsteypa kerfum heldur kýs ákveðna festu og stöðugleika. Flokkar sem boða róttækar og hraðar kerfisbreytingar, sem þeir gleyma reyndar iðulega að útskýra hvernig á að framkvæma, fá ekki fjöldafylgi í kosningum. Venjulega eru þeir heldur ekki stjórntækir því forystumenn þeirra eru iðulega einstrengingslegir og telja það svik við sannfæringu sína að gera málamiðlanir. Slíkum flokkum hentar best að vera utan stjórnar hverju sinni þar sem þeir geta hamast að vild og þusað yfir ónýtu kerfi. Upplausnarstefna þeirra á hins vegar ekki alvöru erindi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun