Stelpurnar gengdu því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti þeim ökuþórum sem komast á verðlaunapall.
Vísir greindi frá því í morgun að Rússar ætluðu að fara á móti þessari ákvörðun og hafa skiltastelpur í kappakstrinum í Sotsjí í september. Nú hafa forráðamenn kappakstursins í Mónakó gefið í skyn að þeir ætli líka að endurvekja skiltastelpurnar.
Kappaskturinn í Mónakó fer fram í lok maí og fari svo að það verði skiltastelpur þar er mjög líklegt að Rússarnir standi við orð sín í september.
Margir ökuþóranna í Formúlu 1 voru ósáttir við ákvörðunina um að hætta með skiltastelpurnar og var Lewis Hamilton greinilega þeirra á meðal. Þegar fréttir bárust af því í dag að stelpurnar gætu snúið aftur í Mónakó tók hann skjáskot af einni slíkri frétt og setti á Instagram aðgang sinn og skrifaði við hana „Takk Jesús.“
Hamilton var fljótur að eyða myndinni af samfélagsmiðlinum.
