Samkaup kaupir hluta verslana Basko

Samkomulagið er enn háð fyrirvörum, m.a. um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Samkaup rekur um fimmtíu verslanir á 33 stöðum um allt land. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu vörumerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin og Krambúð. Starfsmenn félagsins eru um 1.000 í rúmlega 500 stöðugildum.
Samningsaðilar hyggjast ekki tjá sig frekar um viðskiptin þar til fyrirvörum hefur verið aflétt. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi Samkaupa að því er segir í tilkynningunni frá bankanum.
Tengdar fréttir

Verslanir Iceland reknar með 39 milljóna hagnaði
Sex matvöruverslanir Iceland voru reknar með 39 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Afkoman var þá rúmum 30 milljónum betri en 2015 og velta fyrirtækisins nam 2.864 milljónum eða einni milljón króna meira en árið á undan.

Vilja endurvekja viðræðurnar
Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Eigandi 10-11 kaupir helmingshlut í Eldum rétt
Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50 prósent hlutafjár í Eldum rétt ehf.

Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði.