Ætlum að vera í bílstjórasætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2018 10:30 Stelpurnar verða að vinna í dag. vísir/eyþór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira