Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Rolf Løvland segir við Verdens Gang að álitamálið um Your Raise Me Up hafi verið útkljáð honum í hag hjá höfundarréttarsamtökum ytra. Vísir/AFP Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jóhann Helgason má eiga von á því að Universal Music verjist af fullum krafti gegn kröfum hans um viðurkenningu á höfundarrétti að laginu You Raise Me Up. Komið hefur fram að Jóhann telur að norski lagahöfundurinn Rolf Løvland hafi stolið laginu Söknuði og gert að laginu You Raise Me Up sem notið hefur vinsælda á heimsvísu. Jóhann freistar þess nú á ný eftir langt hlé að fá málið tekið fyrir hjá dómstólum ytra og er með breska lögmannsstofu á sínum snærum. Útgáfufyrirtæki Løvlands, Universal, hefur þegar hafnað kröfu lögmanna Jóhanns sem óskuðu eftir viðræðum um málið svo ekki þyrfti að koma til kasta dómstóla. „Ef skjólstæðingur þinn velur þrátt fyrir þetta að halda áfram því ferli sem hann hefur hótað verður gripið til varna af hörku og Universal Music Publishing (og Rolf Løvland á sama hátt) munu krefjast kostnaðar á grundvelli skaðleysissjónarmiða,“ segir í bréfi Universal til lögmanna Jóhanns.Hilmar Foss aðstoðar Jóhann Helgason í höfundarréttarmálinu. Vísir/EyþórFréttablaðið sendi Rolf Løvland tölvupóst í gær og spurði hvort hann sæi líkindi milli You Raise Me Up og Saknaðar og hvort hann hafi heyrt Söknuð áður en hann samdi You Raise Me Up.Sjá einnig: Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Svör bárust ekki frá norska tónlistarmanninum í gær en í viðtali við vefútgáfu Verdens Gang í fyrradag var haft eftir Løvland að ekki hefði verið haft samband við hann vegna hugsanlegrar málsóknar. „Ég hef ekkert annað að segja um þetta en að sama mál kom til kasta réttindasamtakanna (STIM) fyrir mörgum árum og þar var kröfunni hafnað,“ sagði Løvland við VG og vísaði að öðru leyti á skrifstofu Universal í Stokkhólmi. STIM samsvarar höfundaréttarsamtökunum STEFI á Íslandi. Fréttablaðið falaðist eftir viðbrögðum Martins Ingeströms, forstjóra Universal í Stokkhólmi. „Svar Martins Ingeströms er að þetta hefur þegar verið skoðað af matsnefndum nokkurra samtaka þar sem niðurstaðan er sú að ekki sé um stuld að ræða,“ segir í svari frá Universal sem tekur þannig í sama streng og Løvland. „Auðvitað reynir Løvland og Universal Music allt hvað þarf til að hanga á roðinu,“ segir Hilmar Foss, sem er Jóhanni Helgasyni til aðstoðar. Hann hafnar því að rök Universal og Løvlands hafi afgerandi þýðingu. „Spjall herramanna, sem hittust á ráðstefnu á hóteli í Ósló 8. og 9. júní 2004 getur aldrei verið niðurstaða í máli sem þessu,“ segir Hilmar Foss og vísar þá til þess að í bréfi frá TONO í Noregi, sem er ígildi STEFS á Íslandi, til STEFS komi fram að lagamálið hafi verið rætt á ráðstefnu sem haldin hafi verið þessa daga.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Eurovision, Pétur Kristjáns og Icelandair mögulegir örlagavaldar í máli Jóhanns Sjáðu blaðamannafund Jóhanns Helgasonar í Hljóðrita þar sem hann fór yfir málshöfðun sína vegna You Raise Me Up. 4. apríl 2018 17:15