Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni. Alþingi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira