Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni. Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira