Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 13:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir. Youtube/CrossFit® „Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
„Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira