Um ellefu útköll á dag í sjúkraflutningum á Suðurlandi á síðasta ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 10:00 Styrmir Sigurðarson er yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. vísir/mhh Útköllum í sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár, að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga í landshlutanum. Síðan árið 2011 hefur aukningin verið 72 prósent og á milli áranna 2016 og 2017 var hún fimm prósent. „Það sem af er ári er aukningin síðan 17 prósent miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Styrmir og tekur dæmi um að aukningin í sjúkraflutningum á Kirkjubæjarklaustri það sem af er ári sé 100 prósent og í Vestmannaeyjum sé hún 60 prósent. Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi sinna svæði sem nær frá Bláfjallaafleggjara og að miðri leið milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Spannar svæðið um 31.000 ferkílómetra. Á síðasta ári voru útköllin alls 3886 sem gera tæplega ellefu útköll á dag. Útköllin eru alls kyns, aðallega veikindi og slys, en aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um Suðurland spilar mikið inn í fjölgun útkalla í sjúkraflutningum. Kveðst mæta skilningi hjá núverandi heilbrigðisráðherra En hvernig eru hann og hans menn í stakk búnir til að takast á við þessa fjölgun verkefna? „Við erum alltaf að berjast fyrir því hjá ráðuneytinu að fá fjármagn og mönnun til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Við höfum mætt miklum skilningi þar og þau hafa tekið þátt í því að reyna að efla þetta en við erum ekki alltaf að mæta skilningi hjá ráðuneytinu,“ segir Styrmir og vísar í heilbrigðisráðuneytið. „Hins vegar, eftir að nýr heilbrigðisráðherra tók til starfa, Svandís Svavarsdóttir, þá hefur hún sýnt gríðarlegan skilning og hefur sýnt þess merki að hún hefur áhuga á að bæta þennan málaflokk,“ segir Styrmir. Bendir hann á að ráðherrann hafi skipað starfshóp um hvernig rekstur sjúkrabíla eigi að vera eftir að Rauði krossinn hættir rekstri þeirra. Þá hafi hún einnig skipað starfshóp um aðkomu gæslunnar að rekstri á sjúkraþyrlu. „Þannig að hún er að standa sig mjög vel í því allavega að fá fagfólkið til að fjalla um málin til að koma með tillögur að úrbótum.“Þarf að geta stýrt starfinu betur svo fólk bugist ekki vegna álags Aðspurður kveðst Styrmir bjartsýnn á það að fá þá aukningu sem hann biður um til þess að geta sinnt sumrinu almennilega. En hefur einhvern tímann eitthvað farið illa vegna þess að ekki er nægur mannskapur til staðar? „Nei, það er nefnilega þannig að þó að þetta fólk sem er að vinna hjá okkur sé ekki bakvaktarskylt þá höfum við alltaf getað hringt í það og það mætir á stöðina eins og hver annar björgunarsveitarmaður þar sem því rennur blóðið til skyldunnar,“ segir Styrmir. Sjúkraflutningamenn eru í fullu starfi á tveimur stöðum á Suðurlandi, annars vegar á Hvolsvelli og hins vegar á Selfossi. Annars staðar í umdæminu sinnir fólk sjúkraflutningum í hlutastarfi. „Við myndum vilja fá fjármagn til þess að geta stutt betur við þessa minni staði sem eru með hlutastarfsfólk til að minnka álagið á þeim og nýta mannskapinn sem er í fullu starfi til að leysa þau af. Þannig væri hægt að stýra þessu á þann veg að fólkið á minni stöðunum bugist ekki úr álagi því fólkið á minni stöðunum er í sínum vinnum í sínum litlu samfélögum, er að sinna útköllum og þarf svo bara að mæta aftur og sinna sínum vinnum.“ Tengdar fréttir Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. 14. nóvember 2017 19:56 Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári "Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina," segir yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. júní 2017 18:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
Útköllum í sjúkraflutningum á Suðurlandi hefur fjölgað stöðugt undanfarin ár, að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga í landshlutanum. Síðan árið 2011 hefur aukningin verið 72 prósent og á milli áranna 2016 og 2017 var hún fimm prósent. „Það sem af er ári er aukningin síðan 17 prósent miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Styrmir og tekur dæmi um að aukningin í sjúkraflutningum á Kirkjubæjarklaustri það sem af er ári sé 100 prósent og í Vestmannaeyjum sé hún 60 prósent. Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi sinna svæði sem nær frá Bláfjallaafleggjara og að miðri leið milli Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Spannar svæðið um 31.000 ferkílómetra. Á síðasta ári voru útköllin alls 3886 sem gera tæplega ellefu útköll á dag. Útköllin eru alls kyns, aðallega veikindi og slys, en aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um Suðurland spilar mikið inn í fjölgun útkalla í sjúkraflutningum. Kveðst mæta skilningi hjá núverandi heilbrigðisráðherra En hvernig eru hann og hans menn í stakk búnir til að takast á við þessa fjölgun verkefna? „Við erum alltaf að berjast fyrir því hjá ráðuneytinu að fá fjármagn og mönnun til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Við höfum mætt miklum skilningi þar og þau hafa tekið þátt í því að reyna að efla þetta en við erum ekki alltaf að mæta skilningi hjá ráðuneytinu,“ segir Styrmir og vísar í heilbrigðisráðuneytið. „Hins vegar, eftir að nýr heilbrigðisráðherra tók til starfa, Svandís Svavarsdóttir, þá hefur hún sýnt gríðarlegan skilning og hefur sýnt þess merki að hún hefur áhuga á að bæta þennan málaflokk,“ segir Styrmir. Bendir hann á að ráðherrann hafi skipað starfshóp um hvernig rekstur sjúkrabíla eigi að vera eftir að Rauði krossinn hættir rekstri þeirra. Þá hafi hún einnig skipað starfshóp um aðkomu gæslunnar að rekstri á sjúkraþyrlu. „Þannig að hún er að standa sig mjög vel í því allavega að fá fagfólkið til að fjalla um málin til að koma með tillögur að úrbótum.“Þarf að geta stýrt starfinu betur svo fólk bugist ekki vegna álags Aðspurður kveðst Styrmir bjartsýnn á það að fá þá aukningu sem hann biður um til þess að geta sinnt sumrinu almennilega. En hefur einhvern tímann eitthvað farið illa vegna þess að ekki er nægur mannskapur til staðar? „Nei, það er nefnilega þannig að þó að þetta fólk sem er að vinna hjá okkur sé ekki bakvaktarskylt þá höfum við alltaf getað hringt í það og það mætir á stöðina eins og hver annar björgunarsveitarmaður þar sem því rennur blóðið til skyldunnar,“ segir Styrmir. Sjúkraflutningamenn eru í fullu starfi á tveimur stöðum á Suðurlandi, annars vegar á Hvolsvelli og hins vegar á Selfossi. Annars staðar í umdæminu sinnir fólk sjúkraflutningum í hlutastarfi. „Við myndum vilja fá fjármagn til þess að geta stutt betur við þessa minni staði sem eru með hlutastarfsfólk til að minnka álagið á þeim og nýta mannskapinn sem er í fullu starfi til að leysa þau af. Þannig væri hægt að stýra þessu á þann veg að fólkið á minni stöðunum bugist ekki úr álagi því fólkið á minni stöðunum er í sínum vinnum í sínum litlu samfélögum, er að sinna útköllum og þarf svo bara að mæta aftur og sinna sínum vinnum.“
Tengdar fréttir Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. 14. nóvember 2017 19:56 Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári "Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina," segir yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. júní 2017 18:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Sjá meira
Óvenju mikið álag á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í dag. Kalla þurfti út allsherjarútkall og óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar sem og sjúkrabíls frá Reykjavík. 14. nóvember 2017 19:56
Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári "Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina," segir yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands 30. júní 2017 18:45