Mývetningum fjölgar ört og breyttir tímar blasa við Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Þorsteinn segir fólk í Mývatnssveit nú hafa trú á framtíðinni. Vísir/Vilhelm Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Í dag eru Mývetningar 505 talsins en í sveitinni hefur átt sér stað nokkuð stöðug fjölgun íbúa síðan árið 2013. Á tímabilinu hefur Mývetningum fjölgað um 135 einstaklinga og hafa þeir ekki verið fleiri síðan árið 1993. Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir sveitarfélagið hafa orðið fyrir áfalli árið 2004 þegar kísiliðjan lokaði eftir margra áratuga rekstur. „Þetta var kjölfesta sem hvarf á einu bretti, og það fækkaði smátt og smátt hjá okkur í kjölfarið,“ segir Þorsteinn. Mývetningar eru ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát þegar áskoranir blasa við. Sjálfsbjargarviðleitnin tekur við. „Hún kennir fólki að finna lausnir. Þeir sem voru eftir veðjuðu á ferðaþjónustu.“ Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Mývatnssveit. Tvær hótelkeðjur hafa opnað hótel á svæðinu og búið er að stækka hótel sem fyrir var. Samhliða auknum straumi ferðamanna til Mývatns hefur margs konar afþreying í sveitinni litið dagsins ljós.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi„Það má segja að ferðaþjónustan hafi bjargað atvinnulífinu í Mývatnssveit,“ segir Þorsteinn. „Hún er algjör kjölfesta í öllu sem við erum að gera. Og þetta hefur orðið þess valdandi að hér hefur átt sér stað uppbygging og fólk hér hefur nú trú á framtíðinni.“ Þá segir Þorsteinn það vera mikið gleðiefni að sjá ungt fólk, oft með rætur í sveitinni, koma þangað með fjölskyldur sínar og setjast að. „Það er talsverður áhugi fyrir því hjá einstaklingum að byggja hér, og það er mjög athyglisvert enda er slík fjárfesting ekkert endilega að borga sig strax, enda er fasteignaverðið hér ekki hátt.“ Fjölgun íbúa eins og í Mývatnssveit eykur álag á innviði. Þorsteinn segir að nú þurfi að hugsa til lengri tíma í innviða- og skipulagsmálum. „Við erum nýbúin að gera húsnæð- isáætlun fyrir sveitina. Það er íbúðaskortur hér á eins og víða annars staðar. Við munum boða til íbúafundar í næsta mánuði til að ræða þessa áætlun. Við verðum að bregðast við þessum þrýstingi um fá fleiri íbúðir. Það er búið að skipuleggja töluverðan fjölda íbúða, en við þurfum að hugsa þetta miklu lengra.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Mývetningar yfir 500 talsins í fyrsta skipti í 25 ár Síðan 2013 hefur íbúum Skútustaðahrepps fjölgað úr 370 í 505 og fólksfjölgun því 36,5 prósent. 30. mars 2018 10:23