Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Arion banki ætlar að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðju United Silicon og selja hana eins skjótt og auðið er. Vísir/Eyþór Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hver heildarupphæð krafna er. „Við eigum eftir að reikna það út en það kemur í ljós seinna í mánuðinum,“ segir Geir Gestsson skiptastjóri. Kröfuhafafundur verður haldinn í apríl og býst Geir við að þá verði búið að taka afstöðu til flestra krafna sem bárust. Greint var frá því seinni hluta febrúarmánaðar að samkomulag hefði náðst milli skiptastjóra þrotabúsins og Arion banka um að bankinn myndi ganga að veðum og taka yfir allar helstu eignir United Silicon. Bankinn ætlar síðan að gera nauðsynlegar lagfæringar á verksmiðjunni og selja hana eins skjótt og auðið er. Geir segir að þetta hafi verið stærsta ákvörðunin í búinu. „Eftir það er þetta meiri formvinna,“ segir Geir og bætir við að upplýst verði um verðmæti þeirra eigna sem Arion tók yfir á kröfuhafafundinum. Þá hefur jafnframt komið fram að stjórn United Silicon sakar Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilversins, um auðgunarbrot og hefur kært hann til lögreglu. Þá hafa fimm lífeyrissjóðir sem komu að fjármögnun verksmiðjunnar líka lagt inn kæru. Það eru Festa, Eftirlaunasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyrissjóður. Kærendur telja að blekkingum hafi verið beitt og átt hafi verið við áætlanir og upplýsingar í þeim tilgangi að fegra stöðu félagsins og leyna kerfisbundnum auðgunarbrotum sem virðast hafa verið stunduð í skjóli félagsins. Kæran var lögð fram að fenginni niðurstöðu lögfræðiálits um stöðu sjóðanna vegna fjárfestinga sem tapast við gjaldþrot United Silicon.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29 Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Arion tekur yfir eignir United Silicon Ætlun bankans er að úrbótum á kísilverksmiðjunni í Helguvík áður en hún verður svo seld. 23. febrúar 2018 17:29
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fangelsisdómur yfir Magnúsi sem fær þó að halda Teslunni Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á umferðarlögum. 3. febrúar 2018 07:00