Elon Musk segir Tesla á hvínandi kúpunni Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2018 23:09 Líklega er hægt að slá því föstu að myndin af Musk sé sviðsett. Elon Musk/Twitter Rafbílaframleiðandinn Tesla er gjaldþrota. Svo gríðarlega gjaldþrota að fólk trúir því ekki. Þetta segir Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, á Twitter. Nær allar líkur eru þó á að um aprílgabb sé að ræða. Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.Tesla Goes BankruptPalo Alto, California, April 1, 2018 -- Despite intense efforts to raise money, including a last-ditch mass sale of Easter Eggs, we are sad to report that Tesla has gone completely and totally bankrupt. So bankrupt, you can't believe it.— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Með þessari vafasömu yfirlýsingu fylgir mynd af Musk sjálfan þar sem hann liggur, að því er virðist rænulaus, upp við Tesla Model 3-bifreið. „Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.Elon was found passed out against a Tesla Model 3, surrounded by "Teslaquilla" bottles, the tracks of dried tears still visible on his cheeks. This is not a forward-looking statement, because, obviously, what's the point?Happy New Month! pic.twitter.com/YcouvFz6Y1— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Aprílgabbið kemur á tíma þegar Tesla er undir töluverðum þrýstingi. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið að undanförnu, meðal annars vegna erfiðleika þess við að framleiða nógu hratt og standa skil á pöntunum. Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést. Aprílgabb Tesla Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Beckham á spítala Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Þessi vilja verða safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Þorgerður brák grafin úr gleymsku „Þú gerir heiminn að betri stað“ Ástin kviknaði á Humarhátíð Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Sælureitur Frosta og Helgu Gabríelu til sölu Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla er gjaldþrota. Svo gríðarlega gjaldþrota að fólk trúir því ekki. Þetta segir Elon Musk, eigandi fyrirtækisins, á Twitter. Nær allar líkur eru þó á að um aprílgabb sé að ræða. Í þremur tístum lýsir Musk því hvernig Tesla sé farið á hausinn þrátt fyrir miklar tilraunir til að afla fjár. Þær tilraunir hafi meðal annars falist í viðamikilli páskaeggjasölu á elleftu stundu fyrir gjaldþrotið.Tesla Goes BankruptPalo Alto, California, April 1, 2018 -- Despite intense efforts to raise money, including a last-ditch mass sale of Easter Eggs, we are sad to report that Tesla has gone completely and totally bankrupt. So bankrupt, you can't believe it.— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Með þessari vafasömu yfirlýsingu fylgir mynd af Musk sjálfan þar sem hann liggur, að því er virðist rænulaus, upp við Tesla Model 3-bifreið. „Elon fannst meðvitundarlaus upp við Tesla Model 3 umkringdur „Teslaquilla“-flöskum, för eftir þornuð tár sáust enn á kinnum hans,“ stóð meðal annars með myndinni.Elon was found passed out against a Tesla Model 3, surrounded by "Teslaquilla" bottles, the tracks of dried tears still visible on his cheeks. This is not a forward-looking statement, because, obviously, what's the point?Happy New Month! pic.twitter.com/YcouvFz6Y1— Elon Musk (@elonmusk) April 1, 2018 Aprílgabbið kemur á tíma þegar Tesla er undir töluverðum þrýstingi. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur fallið að undanförnu, meðal annars vegna erfiðleika þess við að framleiða nógu hratt og standa skil á pöntunum. Þá hafa spurningar vaknað um sjálfstýribúnað í Tesla-bílum eftir banaslys í Kaliforníu 23. mars. Í ljós hefur komið að sjálfstýringin var í gangi þegar Tesla-jepplingur skall á vegartálma úr steinsteypu. Eldur kviknaði í bílnum og ökumaðurinn lést.
Aprílgabb Tesla Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Beckham á spítala Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi „Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Þessi vilja verða safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Þorgerður brák grafin úr gleymsku „Þú gerir heiminn að betri stað“ Ástin kviknaði á Humarhátíð Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Sælureitur Frosta og Helgu Gabríelu til sölu Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Fyrsta fjölbragðaglímufélag landsins stefnir á sýningu Sjá meira