Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2018 20:00 Baltasar Kormákur í nýja kvikmyndaverinu í Gufunesi sem opnað var formlega í dag. Vísir/Egill Kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi opnaði formlega í dag en um er að ræða eitt af stærstu kvikmyndaverum í Evrópu. Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu. Um er að ræða fyrsta áfangann í uppbyggingu kvikmyndaþorps í Gufunesi en verið er um 3200 fermetrar og lofthæð nemur 18 metrum.„Þetta er nákvæmlega jafnstórt stúdíó og 007 stúdíóið í Pine Wood sem að ég tók Everest inni í og það er stærsta stúdíóið í Bretlandi og ég held að það sé bara nákvæmlega jafnstórt og þetta,“ segir Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, í samtali við fréttastofu. Baltasar Kormákur, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og leikarar í Ófærð 2.Vísir/EgillKostnaður við verkefnið í held sinni hleypur á milljörðum króna en í kvikmyndaþorpinu sem enn er í uppbyggingu munu ýmis fyrirtæki framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni, bæði Hollywood-kvikmyndir og íslenskt efni. „Svo er ég að vona líka að þetta verði fyrir myndlist og tónlist og aðrar skapandi greinar, þetta verði svona þeirra heimili þetta hverfi hérna í Gufunesi,“ segir Baltasar. Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður og Anna María Harðardóttir.Vísir/EgillFormaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir tilkomu kvikmyndaversins skipta sköpum fyrir kvikmyndagerð á Íslandi. „Þetta er náttúrlega kærkomin viðbót við kvikmyndabransann hjá okkur,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður SÍK.Nægt pláss er í kvikmyndaverinu og var þar búið að koma fyrir bílum fullum af kvikmyndagræjum fyrir upptökur á Ófærð 2.Vísir/EgillOg við opnunina í dag brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í annarri þáttarröðinni af Ófærð sem er fyrsta verkið sem unnið er að í nýja kvikmyndaverinu. Borgarstjóri naut þó aðstoðar öllu reyndari leikstjóra en Baltasar gaf honum góð ráð.Bræðurnir Róbert og Tómas Marshall.Vísir/EgillEva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, ásamt Úlfi syni sínum.Vísir/EgillBirgitta Engilberts kvikmyndagerðarkona.Vísir/EgillLeikmynd úr Ófærð 2. Lögreglustöðin þar sem persónur Ólafs Darra, Ilmar Kristjánsdóttur og fleiri ráða fram úr glæpum.Vísir/Egill Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49 Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi opnaði formlega í dag en um er að ræða eitt af stærstu kvikmyndaverum í Evrópu. Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu. Um er að ræða fyrsta áfangann í uppbyggingu kvikmyndaþorps í Gufunesi en verið er um 3200 fermetrar og lofthæð nemur 18 metrum.„Þetta er nákvæmlega jafnstórt stúdíó og 007 stúdíóið í Pine Wood sem að ég tók Everest inni í og það er stærsta stúdíóið í Bretlandi og ég held að það sé bara nákvæmlega jafnstórt og þetta,“ segir Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, í samtali við fréttastofu. Baltasar Kormákur, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og leikarar í Ófærð 2.Vísir/EgillKostnaður við verkefnið í held sinni hleypur á milljörðum króna en í kvikmyndaþorpinu sem enn er í uppbyggingu munu ýmis fyrirtæki framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni, bæði Hollywood-kvikmyndir og íslenskt efni. „Svo er ég að vona líka að þetta verði fyrir myndlist og tónlist og aðrar skapandi greinar, þetta verði svona þeirra heimili þetta hverfi hérna í Gufunesi,“ segir Baltasar. Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður og Anna María Harðardóttir.Vísir/EgillFormaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir tilkomu kvikmyndaversins skipta sköpum fyrir kvikmyndagerð á Íslandi. „Þetta er náttúrlega kærkomin viðbót við kvikmyndabransann hjá okkur,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður SÍK.Nægt pláss er í kvikmyndaverinu og var þar búið að koma fyrir bílum fullum af kvikmyndagræjum fyrir upptökur á Ófærð 2.Vísir/EgillOg við opnunina í dag brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í annarri þáttarröðinni af Ófærð sem er fyrsta verkið sem unnið er að í nýja kvikmyndaverinu. Borgarstjóri naut þó aðstoðar öllu reyndari leikstjóra en Baltasar gaf honum góð ráð.Bræðurnir Róbert og Tómas Marshall.Vísir/EgillEva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, ásamt Úlfi syni sínum.Vísir/EgillBirgitta Engilberts kvikmyndagerðarkona.Vísir/EgillLeikmynd úr Ófærð 2. Lögreglustöðin þar sem persónur Ólafs Darra, Ilmar Kristjánsdóttur og fleiri ráða fram úr glæpum.Vísir/Egill
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49 Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56